Handbolti

Algjör klúður í lokin hjá Sigurbergi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts

Sigurbergur Sveinsson skoraði fjögur mörk fyrir DHC Rheinland þegar liðið tapaði 32-31 á útivelli á móti HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag .

Það dugði ekki Rheinland-liðinu að vera 17-13 yfir í hálfleik og í algjöri lykilstöðu þegar skammt var til leiksloka.

Sigurbergur skoraði síðustu tvö mörk liðsins og kom Rheinland meðal annars í 31-29 þegar tvær og hálf mínuta var eftir. Balingen-Weilstetten skoraði hinsvegar þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér dramatískan sigur.

Þetta var þriðji tapleikur DHC Rheinland í röð og situr liðið nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×