Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandssjóða 269 milljónir í fyrra

Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2009 nam 269 milljónum kr. samanborið við 673 milljónir kr. árið 2008.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hreinar rekstrartekjur námu 1 milljarði kr. samanborið við 2 milljarða árið áður og lækkuðu því um 49%

Heildareignir félagsins námu 3 milljörðum kr. í árslok 2009 en voru 2,47 miljarðar kr. í ársbyrjun.

Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 160,8% í árslok 2009 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.

Í lok desember 2009 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 89,7 milljörðum króna. Tveir sjóðir sem eru skráðir í Lúxemborg eru í stýringu félagsins og nam hrein eign þeirra 20,4 milljörðum króna í árslok 2009.

Mikil áhersla var lögð á vöruþróun á árinu 2009 og var tveim sjóðum hleypt af stokkunum, Veltusafninu og Eignasafninu. Veltusafnið hefur það að markmiði að fjárfesta í innlánum og víxlum og öðrum skammtímaverðbréfum gefnum út af eða með ábyrgð íslenska ríkisins og hefur sjóðurinn fengið góðar viðtökur fjárfesta.

Veltusafnið er með á annað hundrað sjóðfélaga og hrein eign sjóðsins var 2.58 milljarða króna í lok árs. Ríkissafnið, sem sett var á fót í lok árs 2008, hefur einnig fengið frábærar viðtökur en í lok árs 2009 voru á fimmta þúsund sjóðfélagar í sjóðnum og hrein eign nam 12,9 milljörðum króna.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×