Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgaði um tæp 52% milli mánaða

Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 898 í janúar 2010 og fækkar þeim um 0,8% frá janúar 2009 en fjölgar um 51,9% frá desember 2009.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrá Íslands sem hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í janúar 2010.

Aukning á leigusamningum milli desember í fyrra og janúar í ár er langmest á Vesturlandi eða 287,5%. Þar fjölgaði samningum úr 16 og upp í 62. Hinsvegar varð engin breyting á fjölda samninga á Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgunin 39,5%. Þar fjölgaði samningunum úr 413 og upp í 576.

Þegar skoðaðar eru breytingar milli ára, það er frá janúar í fyrra og þar til nú kemur í ljós að þeim fjölgaði mest á Norðurlandi eða um 22%, fóru úr 91 og upp í 111. Hinsvegar fækkaði þeim mest á Vesturlandi eða um 21,5%, fóru úr 79 og niður í 62. Á höfuðborgarsvæðinu varð lítilsháttar fjölgun eða 1,6%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×