Viðskipti innlent

Álverið í Straumsvík stóreykur framleiðslugetu sína

Rio Tinto Alcan mun verja 347 milljónum dollara, eða sem nemur 40,6 milljörðum íslenskra króna, til að uppfæra búnað og auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík í kjölfar þess að endanlega hefur verið gengið frá nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun sem samkomulag tókst um fyrr á þessu ári.

Til stendur að auka framleiðslugetu álversins um 20 prósent.

Nýi raforkusamningurinn tekur gildi 1. október næstkomandi og er til ársins 2036.

Hann gerir Rio Tinto Alcan kleift að hækka strauminn í álverinu þar sem í honum er kveðið á um viðbótarorku sem nemur 75MW auk áframhaldandi afhendingar á þeirri orku sem álverið kaupir í dag.

Straumhækkunin er hluti af fjárfestingarverkefni sem miðar að því að auka framleiðslu álversins um 20% í tæplega 230 þúsund tonn á ári, ásamt því að auka afkastagetu lofthreinsibúnaðar og auka rekstraröryggi með uppfærslu á rafbúnaði.

Gert er ráð fyrir að stigvaxandi framleiðsluaukning hefjist í apríl árið 2012 og að fullum afköstum verði náð í júlí 2014.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×