Viðskipti innlent

Gengishagnaður Seðlabankans 20-30 milljarðar

"Lífeyrissjóðirnir samþykkja að koma með heilmikið af erlendum eignum til Íslands sem mun bæta gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og auðvelda það að afnema gjaldeyrishöft. Þeir hefðu aldrei gert það nema vegna þess að þeir fá tiltölulega góð kjör í þessu efni," segir Már.
"Lífeyrissjóðirnir samþykkja að koma með heilmikið af erlendum eignum til Íslands sem mun bæta gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og auðvelda það að afnema gjaldeyrishöft. Þeir hefðu aldrei gert það nema vegna þess að þeir fá tiltölulega góð kjör í þessu efni," segir Már.

Gengishagnaður Seðlabanka Íslands vegna kaupa lífeyrissjóðanna á íbúðabréfum nemur 20-30 milljörðum króna, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.

Ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust umrædd bréf meðal annars með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar, en gengið var frá þeim viðskiptum þann 18. maí. Lífeyrissjóðirnir greiða 88 milljarða króna fyrir bréfin. Greiða þeir fyrir eignirnar í erlendum gjaldeyri á skráðu kaupgengi Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands keypti bréfin af Seðlabankanum í Lúxemborg en gengið í þeim viðskiptum var nær aflandsgengi krónunnar, og hagnast Seðlabankinn þannig á mismuninum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á blaðamannafundi í morgun að um væri að ræða mjög góðan samning fyrir báða aðila.

"Lífeyrissjóðirnir samþykkja að koma með heilmikið af erlendum eignum til Íslands sem mun bæta gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og auðvelda það að afnema gjaldeyrishöft. Þeir hefðu aldrei gert það nema vegna þess að þeir fá tiltölulega góð kjör í þessu efni," segir Már.

"Síðan er þetta framhald af þeim samningi sem gerður var út í Lúxemborg um daginn, sem lækkaði heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins. Á móti kom að sá samningur jók skuldir ríkisins í erlendri mynt en nú erum við að fá mótvægið, því við fáum nú gjaldeyri inn."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×