Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 0,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Á móti lækkaði gengi bréfa Marels um 0,27 prósent.
Önnur hreyfing var ekki á hlutabréfamarkaði.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,22 prósent og endaði í 888,2 stigum.