Fara ótroðnar slóðir Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2010 05:00 Anton og félagar hans hafa slegið í gegn með bílaleigunni CheapJeep. Markaðurinn/Vilhelm Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostinum, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frekar ótroðnar slóðir. Anton Traustason, framkvæmdastjóri og einn eigenda, sagði allt hafa byrjað með skyndiákvörðun í fyrra. „Ég var með lítið bílaþjónustufyrirtæki og keypti gamlan bíl af vinkonu meðeiganda míns, Christian Uttrup. Svo datt mér í hug að það væri kannski sniðugt að setja bílinn bara í útleigu. Svo fengum við góða aðila með okkur í þetta og slógum til.“ Anton og Christian fengu ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Backpackers með sér og ákveðið var að kaupa fimm eldri bíla, tæplega tíu ára gamla, til að gera út. Þeirra bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir að halda þessum fjölda fyrsta sumarið og bæta svo við 14-15 bílum árið eftir. „Við enduðum hins vegar í 25 bílum síðasta sumar og í sumar vorum við með 130 bíla.“ CheapJeep menn fóru líka óhefðbundnar leiðir í fjármögnun sinni og hafa að sögn Antons aldrei tekið lán fyrir neinu. „Við höfum ekki einu sinni tekið yfirdráttarheimild. Þegar er til peningur er hann notaður, en ef ekkert er til er ekkert keypt.“ Anton segist hafa reynslu af rekstri, en þetta sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Þetta er búið að vera geðveikisleg vinna og maður gengur í öll störf. Ég var eiginlega eini viðgerðarmaðurinn hjá fyrirtækinu í sumar, með alla þessa gömlu bíla. Það tók svolítið á, en það gekk upp.“ Viðtökurnar hafa verið með miklum ólíkindum og vefsíða bílaleigunnar, cheapjeep.is er einn lykillinn að því. Styrkur hennar sést best á því að frá upphafi hafa þeir eytt um 250.000 krónum í markaðssetningu, og þá eru taldar með allar auglýsingar, veggspjöld og dreifibréf. „Viðtökurnar hjá okkur hafa einfaldlega verið svo góðar að við höfum ekki þurft að eyða peningum í markaðssetningu,“ segir Anton. Kúnnahópurinn hjá CheapJeep er mjög fjölbreyttur þó að ungir erlendir ferðamenn séu auðvitað í meirihluta. Anton segir þó að fólk úr öllum þrepum þjóðlífsins komi til þeirra og láti heillast af hagstæðu verði. Þeir hyggjast þó enn breikka hópinn þar sem þeir ætla að einbeita sér að Íslendingum á næstunni og bjóða upp á hópferðabíla og litlar rútur fyrir hópa og fyrirtæki. Þannig að enn eru sóknarfæri hjá þessu unga fyrirtæki, en Anton segir þá taka hlutunum eins og þeir koma. Stefnan er þó enn tekin upp á við. „Það virðist sem við höfum gert eitthvað rétt í þessu. Við stefnum ekki í eins hraða uppbyggingu á næsta ári, en við munum sennilega aðeins stækka og efla flotann.“ Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostinum, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frekar ótroðnar slóðir. Anton Traustason, framkvæmdastjóri og einn eigenda, sagði allt hafa byrjað með skyndiákvörðun í fyrra. „Ég var með lítið bílaþjónustufyrirtæki og keypti gamlan bíl af vinkonu meðeiganda míns, Christian Uttrup. Svo datt mér í hug að það væri kannski sniðugt að setja bílinn bara í útleigu. Svo fengum við góða aðila með okkur í þetta og slógum til.“ Anton og Christian fengu ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Backpackers með sér og ákveðið var að kaupa fimm eldri bíla, tæplega tíu ára gamla, til að gera út. Þeirra bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir að halda þessum fjölda fyrsta sumarið og bæta svo við 14-15 bílum árið eftir. „Við enduðum hins vegar í 25 bílum síðasta sumar og í sumar vorum við með 130 bíla.“ CheapJeep menn fóru líka óhefðbundnar leiðir í fjármögnun sinni og hafa að sögn Antons aldrei tekið lán fyrir neinu. „Við höfum ekki einu sinni tekið yfirdráttarheimild. Þegar er til peningur er hann notaður, en ef ekkert er til er ekkert keypt.“ Anton segist hafa reynslu af rekstri, en þetta sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Þetta er búið að vera geðveikisleg vinna og maður gengur í öll störf. Ég var eiginlega eini viðgerðarmaðurinn hjá fyrirtækinu í sumar, með alla þessa gömlu bíla. Það tók svolítið á, en það gekk upp.“ Viðtökurnar hafa verið með miklum ólíkindum og vefsíða bílaleigunnar, cheapjeep.is er einn lykillinn að því. Styrkur hennar sést best á því að frá upphafi hafa þeir eytt um 250.000 krónum í markaðssetningu, og þá eru taldar með allar auglýsingar, veggspjöld og dreifibréf. „Viðtökurnar hjá okkur hafa einfaldlega verið svo góðar að við höfum ekki þurft að eyða peningum í markaðssetningu,“ segir Anton. Kúnnahópurinn hjá CheapJeep er mjög fjölbreyttur þó að ungir erlendir ferðamenn séu auðvitað í meirihluta. Anton segir þó að fólk úr öllum þrepum þjóðlífsins komi til þeirra og láti heillast af hagstæðu verði. Þeir hyggjast þó enn breikka hópinn þar sem þeir ætla að einbeita sér að Íslendingum á næstunni og bjóða upp á hópferðabíla og litlar rútur fyrir hópa og fyrirtæki. Þannig að enn eru sóknarfæri hjá þessu unga fyrirtæki, en Anton segir þá taka hlutunum eins og þeir koma. Stefnan er þó enn tekin upp á við. „Það virðist sem við höfum gert eitthvað rétt í þessu. Við stefnum ekki í eins hraða uppbyggingu á næsta ári, en við munum sennilega aðeins stækka og efla flotann.“
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira