Almenningi hleypt inn á skuldabréfamarkað 6. október 2010 03:15 Skuldabréf tölvur Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt viðskipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skuldabréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjármálakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrirtækja til einstaklinga nýlunda. Skuldabréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamarkað og þannig fjölgað fjárfestingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokkuð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta almennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum. „Við erum að skoða þessa hugmynd," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara samhengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamarkaður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega," segir hann og mælir með því að fyrirtæki skoði þennan fjármögnunarmöguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós." Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstaklega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum aðgang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu annars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín," segir Magnús. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt viðskipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skuldabréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjármálakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrirtækja til einstaklinga nýlunda. Skuldabréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamarkað og þannig fjölgað fjárfestingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokkuð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta almennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum. „Við erum að skoða þessa hugmynd," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara samhengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamarkaður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega," segir hann og mælir með því að fyrirtæki skoði þennan fjármögnunarmöguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós." Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstaklega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum aðgang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu annars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín," segir Magnús.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira