Almenningi hleypt inn á skuldabréfamarkað 6. október 2010 03:15 Skuldabréf tölvur Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt viðskipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skuldabréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjármálakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrirtækja til einstaklinga nýlunda. Skuldabréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamarkað og þannig fjölgað fjárfestingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokkuð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta almennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum. „Við erum að skoða þessa hugmynd," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara samhengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamarkaður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega," segir hann og mælir með því að fyrirtæki skoði þennan fjármögnunarmöguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós." Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstaklega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum aðgang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu annars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín," segir Magnús. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt viðskipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skuldabréf sín. Viðskipti með skuldabréf með þessum hætti hafa verið að ryðja sér til rúms í erlendum kauphöllum, svo sem í Svíþjóð, Bretlandi og í Singapúr. Áhugi á þeim enda ákjósanlegur kostur vegna sveiflna á hlutabréfamarkaði og áhættufælni í kjölfar fjármálakreppunnar. Hér yrði sala á skuldabréfum fyrirtækja til einstaklinga nýlunda. Skuldabréfaútgáfa með þessum hætti er talin geta brúað bilið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á meðan tiltrú er enn lítil á hlutabréfamarkað og þannig fjölgað fjárfestingartækifærum. Skuldabréfaútgáfur sem þessar gætu verið talsvert minni en þær sem seldar eru fagfjárfestum, nokkuð hundruð milljónir króna í stað milljarða. Þá geta almennir fjárfestar keypt bréfin með sambærilegum hætti og hlutabréf, eða frá fáum tugum þúsundum. „Við erum að skoða þessa hugmynd," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. „Við höfum verið að móta hugmyndir um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins í víðara samhengi. Þetta er angi af því sem við munum fara yfir með fyrirtækjum á næstunni. Við höfum talað fyrir því að auka tækifæri almennings til fjárfestinga í hlutabréfum og teljum að hann ætti að njóta góðs af fjölbreyttari fjárfestingarkostum, ekki síður en fagfjárfestar. Skuldabréfamarkaður af þessu tagi passar vel inn í þá hugmyndafræði. Að sama skapi teljum við að þetta óplægðan akur fyrir fyrirtækin, tækifæri sem þau ættu að skoða alvarlega," segir hann og mælir með því að fyrirtæki skoði þennan fjármögnunarmöguleika vandlega. „Við erum þess fullviss að skuldabréf af þessu tagi muni líta dagsins ljós." Hann bendir á að útgáfa skuldabréfa geti verið góð og tiltölulega kostnaðarlítil leið fyrir fyrirtæki til að afla fjár þar sem mikill munur er á útláns- og innlánsvöxtum. „Skuldabréf sem sniðin eru sérstaklega fyrir almenna fjárfesta veita fyrirtækjum aðgang að miklum fjölda fjárfesta sem þeir hefðu annars ekki aðgang að, hópi sem öllu jafna vill lágmarka áhættu sína við fjárfestingar. Fjármögnun af þessu tagi getur hentað fyrirtækjum af ýmsum stærðum og raunar verið áfangi fyrir fyrirtæki sem hafa síðar hug á að skrá hlutabréf sín," segir Magnús.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira