Skilanefnd Icebank hefur tryggt sölu á lettnesku kaffiverksmiðjunni Melna Kafija. Kaupandi er sænska fyrirtækið Löfbergs Lila. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð. Fjölmiðlar í Lettlandi telja verðið liggja í fimm milljónum evra, jafnvirði um átta hundruð milljónum króna. Fjölmiðlar þar segja söluna þá umfangsmestu þar í landi á árinu og vísbendingu um betri tíð.
Melna Kafija er með stærri kaffibrennslum Eystraltsríkjanna. Umsvifin felast í brennslu og mölun á kaffi, sölu á kaffi til hótela og veitingahúsa auk kaffisölu til Rússlands. Melna Kafija hafði gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og var því tækt til sölu, að sögn Hjördísar Harðardóttur, formanns skilanefndar Sparisjóðabankans. Sigurður Ágúst Berntsson hjá verðbréfafyrirtækinu Arev hefur séð um reksturinn ytra fyrir Sparisjóðabankann.
Penninn og Te & Kaffi keyptu Melna Kafija í apríl árið 2007. Icebank átti veð í Melna Kafija ásamt ritfangaversluninni Office Day. Ekki mun stefnt á sölu Office Day í bráð. - jab
