Blómarækt í hættu með inngöngu í ESB 6. október 2010 04:15 Sumar undirgreinar íslenskrar garðyrkju gætu liðið fyrir afnám verndartolla með inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Garðyrkjubændur gjalda varhug við aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og telja nýja skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Sambands garðyrkjubænda, sýna fram á möguleg neikvæð áhrif ESB-aðildar á greinina. Skýrslan leggur mat á núverandi stöðu garðyrkjunnar, sem og undirgreina, og fjallar einnig um hugsanleg áhrif ESB-aðildar og horfir til samanburðar til Finnlands, sem gekk í ESB árið 1995. Það er niðurstaða skýrsluhöfunda að afkoma í íslenskum garðyrkjuiðnaði hafi verið breytileg eftir framleiðslu þar sem rekstur hafi gengið best í grænmetis- og garðplönturækt, en síður í kartöflurækt og sérstaklega illa í blómarækt. Hvað varðar ESB-aðild Finna, er það niðurstaða skýrsluhöfunda að garðyrkja þar í landi hafi tekið breytingum og lagað sig að breyttum aðstæðum. Margs konar framleiðslu finnskra garðyrkjubænda, til dæmis ræktun nokkurra blómategunda, hafi verið hætt og framleiðendur snúið sér að annars konar ræktun. Þrátt fyrir að rekstrarafkoma garðyrkjunnar þar í landi hafi versnað nokkuð fyrst um sinn, hefur hún jafnað sig og er nú svipuð og fyrir aðild. Í skýrslunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að um 40 prósent af styrkjum í finnskum landbúnaði í heild séu greidd af ESB, á móti 60 prósentum finnska ríkisins, séu styrkir við garðyrkju þar í landi nær alfarið greiddir af finnska ríkinu. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka garðyrkjubænda, segir að skýrslan staðfesti það sem þeir hafi talið sig vita um væntanlega ESB-aðild. „Við höfum verið í sambandi við kollega okkar á Norðurlöndunum og sérstaklega í Finnlandi, þar sem við sjáum hvað er að gerast í blómaræktinni. Hún mun sennilega taka á sig skarpan skell í upphafi og svo minnka hægt og rólega.“ Í lokaniðurstöðu skýrslunnar segir að ESB-aðild, ef til hennar kæmi, hefði þó nokkur áhrif á íslenska garðyrkju. Samsetning framleiðslu myndi breytast og aðlagast breyttu umhverfi, og samdráttur yrði óumflýjanlegur í ræktun sumra tegunda. Spurður hvort garðyrkjubændur gyldu varhug við ESB-aðild sagði Bjarni að þeir hefðu stutt þá stefnu bændasamtakanna að aðild væri ekki greininni til hagsbóta. Hann segir þó að vissulega væru tækifæri í greininni þótt til þess kæmi. „Til dæmis varðandi kartöflur, það eru ekki til rauðar kartöflur eða gerðin Helga í innflutningi. Það er séríslenskt. Ef menn leggja meiri áherslu á okkar sérstöðu í markaðsstarfi, þá gæti það unnið á móti neikvæðum áhrifum. Það er alveg á hreinu.“ Samtökin munu í framhaldinu nota skýrsluna til hagsmuna fyrir garðyrkjubændur, meðal annars til upplýsinga í aðildarviðræðunum, þar sem hún verður kynnt fyrir stjórnvöldum. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Garðyrkjubændur gjalda varhug við aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og telja nýja skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Sambands garðyrkjubænda, sýna fram á möguleg neikvæð áhrif ESB-aðildar á greinina. Skýrslan leggur mat á núverandi stöðu garðyrkjunnar, sem og undirgreina, og fjallar einnig um hugsanleg áhrif ESB-aðildar og horfir til samanburðar til Finnlands, sem gekk í ESB árið 1995. Það er niðurstaða skýrsluhöfunda að afkoma í íslenskum garðyrkjuiðnaði hafi verið breytileg eftir framleiðslu þar sem rekstur hafi gengið best í grænmetis- og garðplönturækt, en síður í kartöflurækt og sérstaklega illa í blómarækt. Hvað varðar ESB-aðild Finna, er það niðurstaða skýrsluhöfunda að garðyrkja þar í landi hafi tekið breytingum og lagað sig að breyttum aðstæðum. Margs konar framleiðslu finnskra garðyrkjubænda, til dæmis ræktun nokkurra blómategunda, hafi verið hætt og framleiðendur snúið sér að annars konar ræktun. Þrátt fyrir að rekstrarafkoma garðyrkjunnar þar í landi hafi versnað nokkuð fyrst um sinn, hefur hún jafnað sig og er nú svipuð og fyrir aðild. Í skýrslunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að um 40 prósent af styrkjum í finnskum landbúnaði í heild séu greidd af ESB, á móti 60 prósentum finnska ríkisins, séu styrkir við garðyrkju þar í landi nær alfarið greiddir af finnska ríkinu. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka garðyrkjubænda, segir að skýrslan staðfesti það sem þeir hafi talið sig vita um væntanlega ESB-aðild. „Við höfum verið í sambandi við kollega okkar á Norðurlöndunum og sérstaklega í Finnlandi, þar sem við sjáum hvað er að gerast í blómaræktinni. Hún mun sennilega taka á sig skarpan skell í upphafi og svo minnka hægt og rólega.“ Í lokaniðurstöðu skýrslunnar segir að ESB-aðild, ef til hennar kæmi, hefði þó nokkur áhrif á íslenska garðyrkju. Samsetning framleiðslu myndi breytast og aðlagast breyttu umhverfi, og samdráttur yrði óumflýjanlegur í ræktun sumra tegunda. Spurður hvort garðyrkjubændur gyldu varhug við ESB-aðild sagði Bjarni að þeir hefðu stutt þá stefnu bændasamtakanna að aðild væri ekki greininni til hagsbóta. Hann segir þó að vissulega væru tækifæri í greininni þótt til þess kæmi. „Til dæmis varðandi kartöflur, það eru ekki til rauðar kartöflur eða gerðin Helga í innflutningi. Það er séríslenskt. Ef menn leggja meiri áherslu á okkar sérstöðu í markaðsstarfi, þá gæti það unnið á móti neikvæðum áhrifum. Það er alveg á hreinu.“ Samtökin munu í framhaldinu nota skýrsluna til hagsmuna fyrir garðyrkjubændur, meðal annars til upplýsinga í aðildarviðræðunum, þar sem hún verður kynnt fyrir stjórnvöldum.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira