Viðskipti innlent

Runólfur Ágústsson er umboðsmaður skuldara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Runólfur Ágústsson er nýr umboðsmaður skuldara.
Runólfur Ágústsson er nýr umboðsmaður skuldara.
Runólfur Ágústsson, lögfræðingur, hefur verið skipaður í nýtt embætti umboðsmanns skuldara sem tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi.

Umsækjendur um embættið voru níu en staðan var auglýst í lok júní og rann umsóknarfrestur út 12. júlí síðastliðinn. Niðurstaða hæfnismats var sú að Runólfur væri hæfastur í starfið.

Runólfur hefur meðal annars starfað sem rektor Háskólans á Bifröst og framkvæmdastjori Keilis á Suðurnesjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×