Viðskipti innlent

S&P segir Íslendinga hafa hafnað ósanngjörnum lánaskilmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's telur að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýði ekki að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands sé algjörlega hafnað heldur endurspegli hún gríðarlega almenna óánægju með skilmála tvíhliða lánsins sem Bretar og Hollendingar buðu til að fjármagna kröfu sína vegna Icesave. verða því áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P ákvað í dag að halda lánshæfismati sínu á ríkissjóði Íslands óbreyttu þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ísland er því áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum.

S&P segist munu greina hver áhrif þessarar stöðu verði á útgreiðslu fjármagns í tengslum við alþjóðlega lánsfjármögnun til handa Íslandi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og norrænna ríkisstjórna í framtíðinni. Sú lánafyrirgreiðsla sé ætluð til að aðstoða íslensk stjórnvöld við að afnema gjaldeyrishöftin sem sett voru á í kjölfar hruns bankakerfisins síðla árs 2008 og viðhalda trú fjárfesta á sjálfbærni ríkisfjármála.

S&P segir að færa megi rök fyrir því að útgreiðsla norrænu lánanna hafi verið tengd lausn Icesave-málsins, sem aftur hafi af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verið talin forsenda fyrir að tryggja nægilegt fjármagn til stuðnings efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

S&P telur að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma sé mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×