Viðskipti innlent

Már vill frekar afnema gjaldeyrishöft en lækka vexti

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann vilji frekar afnema gjaldeyrishöftin en lækka stýrivexti bankans þegar efnahagur landsins batnar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má á Reuters um stöðuna á Íslandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Már situr nú fund hjá BIS bankanum í Basel Þar sem hann vann áður.

„Við gætum náð samningum á næstu vikum. Ef það gerist er ekki lengur spurning að lánin frá AGS og Norðurlöndunum koma í hús," segir Már og bætir því við að miklir möguleikar séu á samkomulagi. Fari svo að lánafyrirgreiðsla AGS og Norðurlandanna liggi ljós fyrir mun Ísland ekki þurfa nein frekari lán frá ESB eða Rússum að mati Más.

„Ef áætlun AGS/Norðurlandana verður að veruleika erum við með nægt fjármagn. Við þurfum ekki meira því áætlun AGS er vel fjármögnuð," segir Már. „Í rauninni þurfum við ekki fjármagn frá Rússum. Í augnablikinu eru við ekki að leita að slíku."

Már ræðir aðeins skuldatryggingaálag Íslands og segir að þótt líkurnar sem taldar eru á þjóðargjaldþroti samkvæmt skuldatryggingamarkaðinum séu ekki endilega réttar taki hann hreyfingarnar á þessum markaði alvarlega. „Fólk tók ekki nægilega mikið mark á þessu markaði í aðdragenda hrunsins og það væru mistök að endurtaka slíkt," segir Már.

Hvað varðar líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands segir Már að þær séu nánast hverfandi.

Aðspurður um háa stýrivexti og gjaldeyrishöft segir Már að hann vilji ekki að vextirnir séu of lágir þegar farið verður í að afnema höftin en þau hafi virkað mjög vel hingað til.

„Ég vil frekar afnema höftin. Þau eru farin að hafa neikvæð efnahagsáhrif á Íslandi og þau áhrif fara vaxandi með tímanum," segir Már og bætir því við að í stað haftanna gætu komið strangari reglur um gjaldeyrisviðskipti innlendu bankanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×