Viðskipti innlent

Darling: Höfum reynt að vera sanngjarnir við Íslendinga

Alistair Darling fjármálaráðherra Breta segir að bresk stjórnvöld hafi reynt að vera sanngjörn í garð Íslendinga í Icesavedeilunni. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í þættinum Politics Show á BBC eftir að niðurstöður lágu fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gærdag.

Darling segir að það muni taka mörg ár að fá Icesave skuldina að fullu endurgreidda. „Þú ferð ekki bara til lítils lands eins og Íslands með fólksfjölda á stærð við Wolverhampton og segir: Heyrðu borgið alla upphæðina strax," segir Darling. „Því höfum við reynt að vera sanngjarnir, höfuðatriðið er að við fáum peninga okkar til baka ."

Ennfremur kom fram í máli Darling að Bretar eru tilbúnir að vera sveigjanlegir þegar komi að lánskjörunum og skilyrðunum fyrir nýjum samningi. Fram kom að Bretar eru tilbúnir til að lækka vextina á skuldinni um helming en áætlun um endurgreiðslurnar liggi ekki fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×