Áliðnaðurinn keyrir áfram jákvæð vöruskipti 4. júní 2010 11:58 Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um tæplega 16,8 milljarða kr. í maí síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Að baki þessu er mikil aukning á útflutningi iðnaðarvara og þá einkum áls.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé langmesti afgangur sem verið hefur á vöruskiptum við útlönd á þessu ári og reyndar mesti afgangur sem sést hefur síðan í desember 2008. Til samanburðar var 7 milljarða kr afgangur á vöruskiptum í maímánuði í fyrra en aukningin á föstu gengi nemur 130%.Þessi mikli afgangur skýrist einna helst af miklum útflutningi í mánuðinum á sama tíma og innflutningur hélst hóflegur. Þannig voru fluttar út vörur að verðmæti 52,4 milljörðum kr í maí mánuði en innflutningur nam 35,6 milljörðum kr.Í maí var verðmæti útflutnings 52,4 milljörðum kr. sem fyrr segir, en það er tæpum 12 milljörðrum kr. meiri útflutningur en í fyrri mánuði og um það bil 35% aukning frá sama mánuði fyrra árs á föstu gengi. Þessi mikla aukning nú á rætur sínar að rekja til 10 milljarða aukningar í útflutningi iðnaðarvara en um er að ræða aukningu upp á 60% á föstu gengi frá sama mánuði fyrra árs.Líklegast er hér um að ræða aukningu í útflutningi áls en frekari sundurliðun á þessum lið verður ekki birt fyrr en í lok mánaðar þegar Hagstofan birtir lokatölur fyrir vöruskiptin í maí. Þá var útflutningur sjávarafurða einnig í hæsta lagi í maí borið saman við síðustu mánuði og alls voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti 20 milljarða kr., en að meðaltali hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða verið 16,5 milljarða kr það sem af er þessu ári. Á föstu gengi er um að ræða tæplega 15% aukningu á útflutningi sjávarafurða frá sama mánuði fyrra árs. Vöruinnflutningur var 35,6 milljarðar kr. í maí sem er aukning um 800 milljónir kr. frá fyrri mánuði. Innflutningur í maí er svipaður og verið hefur það sem af er þessu ári en fyrstu 4 mánuði ársins voru að meðaltali fluttar inn vörur að verðmæti 35 milljarða kr. í mánuði hverjum. Hinsvegar er um að ræða aukningu frá sama mánuði fyrra árs. Þá voru fluttar inn vörur fyrir 31,3 milljarða kr. en á föstu gengi nemur aukningin 16%.Skýring þessarar aukningar liggur að hluta til í að mun meira er flutt inn af fjárfestingarvörum sem og hrá- og rekstrarvörum. Minni aukning er í innflutningi matvara og eldsneytis en engu að síður er einnig um að ræða aukningu í kringum 15% á föstu gengi í þessum liðum. Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um tæplega 16,8 milljarða kr. í maí síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Að baki þessu er mikil aukning á útflutningi iðnaðarvara og þá einkum áls.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé langmesti afgangur sem verið hefur á vöruskiptum við útlönd á þessu ári og reyndar mesti afgangur sem sést hefur síðan í desember 2008. Til samanburðar var 7 milljarða kr afgangur á vöruskiptum í maímánuði í fyrra en aukningin á föstu gengi nemur 130%.Þessi mikli afgangur skýrist einna helst af miklum útflutningi í mánuðinum á sama tíma og innflutningur hélst hóflegur. Þannig voru fluttar út vörur að verðmæti 52,4 milljörðum kr í maí mánuði en innflutningur nam 35,6 milljörðum kr.Í maí var verðmæti útflutnings 52,4 milljörðum kr. sem fyrr segir, en það er tæpum 12 milljörðrum kr. meiri útflutningur en í fyrri mánuði og um það bil 35% aukning frá sama mánuði fyrra árs á föstu gengi. Þessi mikla aukning nú á rætur sínar að rekja til 10 milljarða aukningar í útflutningi iðnaðarvara en um er að ræða aukningu upp á 60% á föstu gengi frá sama mánuði fyrra árs.Líklegast er hér um að ræða aukningu í útflutningi áls en frekari sundurliðun á þessum lið verður ekki birt fyrr en í lok mánaðar þegar Hagstofan birtir lokatölur fyrir vöruskiptin í maí. Þá var útflutningur sjávarafurða einnig í hæsta lagi í maí borið saman við síðustu mánuði og alls voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti 20 milljarða kr., en að meðaltali hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða verið 16,5 milljarða kr það sem af er þessu ári. Á föstu gengi er um að ræða tæplega 15% aukningu á útflutningi sjávarafurða frá sama mánuði fyrra árs. Vöruinnflutningur var 35,6 milljarðar kr. í maí sem er aukning um 800 milljónir kr. frá fyrri mánuði. Innflutningur í maí er svipaður og verið hefur það sem af er þessu ári en fyrstu 4 mánuði ársins voru að meðaltali fluttar inn vörur að verðmæti 35 milljarða kr. í mánuði hverjum. Hinsvegar er um að ræða aukningu frá sama mánuði fyrra árs. Þá voru fluttar inn vörur fyrir 31,3 milljarða kr. en á föstu gengi nemur aukningin 16%.Skýring þessarar aukningar liggur að hluta til í að mun meira er flutt inn af fjárfestingarvörum sem og hrá- og rekstrarvörum. Minni aukning er í innflutningi matvara og eldsneytis en engu að síður er einnig um að ræða aukningu í kringum 15% á föstu gengi í þessum liðum.
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent