Færðu húsin í félög rétt eftir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2010 18:45 Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Hinn 22. október 2008, réttum tveimur vikum eftir bankahrunið, færðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir einbýlishús sín og íbúðir í Reykjavík og sumarbústaði á Þingvöllum af eigin kennitölum og í sérstök einkahlutafélög í sinni eigu, GT1 og GT2. Í tilviki Lýðs er um að ræða 330 fermetra einbýlishús í Vesturbænum og tæplega 60 fermetra íbúð á svipuðum stað sem hann færði af eigin nafni og á einkahlutafélag í sinni eigu sem heitir GT1. Ágúst bróðir hans færði 150 fermetra íbúð í miðbænum með þremur bílskúrum, tvö sumarhús á Þingvöllum og sumarbústaðaland í Jórugili af eigin kennitölu og á félag sitt GT2. Ekki náðist í bræðurna í dag til að fá skýringu því hvers vegna eignirnar voru færðar í sérstök einkahlutafélög. Það má geta þess að með því að færa eignirnar í einkahlutafélög eru þær ekki aðgengilegar kröfuhöfum bræðranna. Hinn 22. október á þessu ári verða liðin meira en tvö ár frá því eignirnar voru færðar og því útilokað að rifta samningum eða afsölum vegna þeirra á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má rifta samningum í allt að tvö ár aftur í tímann fyrir gjaldþrot, ef skilyrði laganna eru uppfyllt. Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira