Viðskipti innlent

Atvinnuleysi á undanhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gissur Pétursson vonar að meðaltalsatvinnuleysi verði ekki mera en 8,5%. Mynd/ Pjetur.
Gissur Pétursson vonar að meðaltalsatvinnuleysi verði ekki mera en 8,5%. Mynd/ Pjetur.
Atvinnulausum fækkaði um 1100 manns í júní frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að um árstíðarbundna fækkun sé að ræða en atvinnuleysi sé engu að síður á undanhaldi.

„Þær eru mjög svipaðar, en það er ívið minna atvinnuleysi núna en var þá," segir Gissur, aðspurður um það hvernig tölurnar fyrir maí og júní eru samanborið við sama mánuði og í fyrra. „En ef þú ferð yfir í árið 2008, þá erum við að borga svipað mikið á ári og við borgum á einum mánuði núna. Og við borguðum um 3 milljarða allt árið 2007," segir Gissur.

Gissur á von á að atvinnuleysi lækki fram í september og hann segist vona að meðaltalsatvinnuleysi fyrir árið verið ekki meira en 8,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×