Viðskipti innlent

Gengi krónunnar mun haldast lágt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krónan mun áfram haldast lág. Mynd/ AFP.
Krónan mun áfram haldast lág. Mynd/ AFP.
Gengi íslensku krónunnar mun líklegast haldast lágt enn um sinn þó að það hafi hækkað um átta prósent frá áramótum, að mati Greiningar Íslandsbanka.

„Í ljósi erlendrar skuldastöðu þjóðarbúsins, takmarkaðs aðgangs að erlendu lánsfé og óvissu um efnahagslega þróun hérlendis næsta kastið má gera því skóna að talsverðan afgang þurfi af viðskiptajöfnuði næstu misserin," segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Slíkt skapi þrýsting á að raungengi krónu verði frekar undir langtímajafnvægi en yfir meðan svo standi á.

Greining segir að einnig gæti aðlögun raungengisins átt sér stað að verulegu leyti með hækkun á innlendu verðlagi og launum frekar en með hækkun nafngengis krónunnar, enda hafi það oftar en ekki orðið raunin undanfarna áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×