Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunnar um verktakagreiðslur við Háskóla Íslands sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir. Árið 2009 námu slíkar greiðslur til þeirra 23 aðila sem hæstar þóknanir fengu alls um 84 milljónir kr.
Mesta greiðslan eða rúmlega 16 milljónir kr. var til Nordica ráðgjafar ehf. Í stjórn þess félags er fyrrgreindur Helgi Þór Ingason ásamt þeim Hauki Inga Jónssyni dósent og Tryggva Sigurbjarnasyni. Haukur Ingi Jónsson fékk svo aftur rúmlega 3 milljónir kr. greiddar í gegnum félagið Ísl. Sálgrein.-sálg/ís ehf.
Af öðrum mönnum sem fengu háar verktakagreiðslur vegna starfa við Endurmenntunnarstofnun HÍ má nefna Runólf S. Steinþórsson prófessor sem fékk rúmar 5,7 milljónir kr. greiddar í fyrra, Páll Jensson prófessor sem fékk tæpar 2,6 milljónir kr. og Bjarna Frímann Karlsson lektor sem fékk tæpar 3,5 milljónir kr.
Ríkisendurskoðun spurði Háskóla Íslands afhverju fyrrgreindir starfsmenn HÍ væru verktakar en ekki venjulegir launamenn í þessum verkefnum.
Í svari HÍ kemur m.a. fram að kennsla við Endurmenntunnarstofnunin sé ekki hluti af starfsskyldum fastra kennara við kennslu, rannsóknir og stjórnun. Námið fari almennt fram utan hefðbundins vinnutíma þ.e. á kvöldin og um helgar og sinni kennararnir því í aukavinnu.