Ólíklegt að brotleg lönd verði svipt atkvæðisrétti 29. október 2010 05:45 Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.Fréttablaðið/AP Fulltrúar Þýskalands og Frakklands reyna að fá fulltrúa annarra ríkja Evrópusambandsins (ESB) til að styðja nýjar reglur um ríkisútgjöld sem nauðsynlegar séu til að forða annarri skuldakreppu í Evrópu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mættu til tveggja daga ráðstefnu Evrópuríkja í Brussel í gær. Á ráðstefnunni fara þau fram á að búin verði til neyðarlausn sem skylda myndi lánafyrirtæki í einkaeigu til að taka á sig hluta kostnaðar við að bjarga mjög skuldugum löndum. Um leið kalla þau eftir stuðningi við tillögu um að lönd sem ítrekað fari fram úr fjárlögum verði svipt atkvæðisrétti í ESB. Sú tillaga þykir afar róttæk og draga sumir embættismenn í efa að hún muni ná fram að ganga. Herskár tónn er sagður í Angelu Merkel sem vill að þjóðir, sem ekki takist á við heilbrigðar aðgerðir í ríkisfjármálum, þurfi þá að horfa upp á að missa atkvæðisrétt sinn. „Ógni þjóð heilbrigði evrunnar skekur hún grunnstoðir ESB," sagði hún. Leiðirnar sem Þjóðverjar og Frakkar leggja til eru líklega báðar sagðar kalla á breytingar á grunnsáttmála ESB. Breytingar á honum eru þó ekki auðsóttar og ferlið allt líklegt til að taka nokkur ár. Þannig tók tíu ár að fá samþykki Evrópuríkja fyrir gildandi Lissabon-sáttmála. Fyrri útgáfum sáttmálans var árið 2005 hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi, auk þess sem Írar felldu sáttmálann nokkrum sinnum. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði afnám atkvæðisréttar aðildarríkja „óásættanlegt" og taldi tillögu um slíkt aldrei verða samþykkta í öllum 27 aðildarríkjunum. Nokkrir þjóðarleiðtogar og embættismenn ESB tóku í gær undir orð hans. „Við horfum mjög gagnrýnum augum á allar breytingar á sáttmála ESB," sagði Josef Proell, fjármálaráðherra Austurríkis. Angela Merkel er hins vegar sögð hafa gert stuðning við breytingar á sáttmálanum að skilyrði stuðnings Þjóðverja við strangari reglur um ríki sem fara fram úr fjárlögum, sem einnig eru til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni. Fjármálaráðherrar ESB lögðu í síðustu viku til viðvaranir og mögulegar sektir á ríki sem brjóta reglur sambandsins um skuldir og fjárlagahalla. olikr@frettabladid.is Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fulltrúar Þýskalands og Frakklands reyna að fá fulltrúa annarra ríkja Evrópusambandsins (ESB) til að styðja nýjar reglur um ríkisútgjöld sem nauðsynlegar séu til að forða annarri skuldakreppu í Evrópu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mættu til tveggja daga ráðstefnu Evrópuríkja í Brussel í gær. Á ráðstefnunni fara þau fram á að búin verði til neyðarlausn sem skylda myndi lánafyrirtæki í einkaeigu til að taka á sig hluta kostnaðar við að bjarga mjög skuldugum löndum. Um leið kalla þau eftir stuðningi við tillögu um að lönd sem ítrekað fari fram úr fjárlögum verði svipt atkvæðisrétti í ESB. Sú tillaga þykir afar róttæk og draga sumir embættismenn í efa að hún muni ná fram að ganga. Herskár tónn er sagður í Angelu Merkel sem vill að þjóðir, sem ekki takist á við heilbrigðar aðgerðir í ríkisfjármálum, þurfi þá að horfa upp á að missa atkvæðisrétt sinn. „Ógni þjóð heilbrigði evrunnar skekur hún grunnstoðir ESB," sagði hún. Leiðirnar sem Þjóðverjar og Frakkar leggja til eru líklega báðar sagðar kalla á breytingar á grunnsáttmála ESB. Breytingar á honum eru þó ekki auðsóttar og ferlið allt líklegt til að taka nokkur ár. Þannig tók tíu ár að fá samþykki Evrópuríkja fyrir gildandi Lissabon-sáttmála. Fyrri útgáfum sáttmálans var árið 2005 hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi, auk þess sem Írar felldu sáttmálann nokkrum sinnum. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði afnám atkvæðisréttar aðildarríkja „óásættanlegt" og taldi tillögu um slíkt aldrei verða samþykkta í öllum 27 aðildarríkjunum. Nokkrir þjóðarleiðtogar og embættismenn ESB tóku í gær undir orð hans. „Við horfum mjög gagnrýnum augum á allar breytingar á sáttmála ESB," sagði Josef Proell, fjármálaráðherra Austurríkis. Angela Merkel er hins vegar sögð hafa gert stuðning við breytingar á sáttmálanum að skilyrði stuðnings Þjóðverja við strangari reglur um ríki sem fara fram úr fjárlögum, sem einnig eru til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni. Fjármálaráðherrar ESB lögðu í síðustu viku til viðvaranir og mögulegar sektir á ríki sem brjóta reglur sambandsins um skuldir og fjárlagahalla. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira