Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt 29. október 2010 11:59 Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaaveitunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sé ekki almenn en eftir talsverða lækkun á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur-Evrópu sem átti sér stað í síðustu viku hefur álagið hækkað á ný. Þannig stóð meðaláhættuálag á ríki Vestur Evrópu í 163 punktum í lok gærdagsins en það hafði farið niður í 151 punkt í byrjun síðustu viku. Þessa hækkun má einna helst rekja til mikillar hækkunar á skuldatryggingaálagi Grikklands og svo Írlands en annars hefur álagið verið að hækka á flest lönd Vestur Evrópu á milli þessara tveggja tímapunkta. Þannig stóð skuldatryggingaálagið á gríska ríkið í 749 punktum í lok dags í gær sem er um 89 punktum hærra en það var í byrjun síðustu viku. Álagið á írska ríkið hefur hækkað um 66 punkta á þessu tímabili en það stóð í lok dags í gær í 461 punkti. Þess má geta að á sama tíma hefur álagið á íslenska ríkið lækkað um 8 punkta og eru það einungis tvö ríki af öllum ríkjum Vestur Evrópu sem álagið lækkar á þessu tímabili, en álagið lækkaði einnig lítillega á Belgíu. Áhugavert er að bera sama skuldatryggingaálagið til eins árs og svo fimm ára og þá með tilliti til þróun álagsins á Ísland í samanburði við önnur ríki Vestur Evrópu. Þannig stóð álagið á Ríkissjóð Íslands til eins árs í lok dags í gær í 337 punktum, eða um 57 punktum hærra en álagið til fimm ára var í. Er þetta afar áhugavert í ljósi þess að Ísland er eina landið í þessum samanburði þar sem álagið til eins árs er hærra en það er til fimm ára. Af þessu er ljóst að fjárfestar telji almennt meiri líkur á að til greiðslufalls kunni að koma innan árs en innan fimm ára hjá íslenska ríkinu, öfugt við það sem þeir telja um önnur ríki. Þess má geta að erlendar skuldir ríkissjóðs er að langmestu leyti til skamms tíma heldur en lengri sem skýrir þennan mun á skuldatryggingaálagi Íslands til eins og fimm ára. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því um miðjan október. Í lok dags í gær stóð álagið í 280 punktum (2,80%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-fréttaaveitunni. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sé ekki almenn en eftir talsverða lækkun á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur-Evrópu sem átti sér stað í síðustu viku hefur álagið hækkað á ný. Þannig stóð meðaláhættuálag á ríki Vestur Evrópu í 163 punktum í lok gærdagsins en það hafði farið niður í 151 punkt í byrjun síðustu viku. Þessa hækkun má einna helst rekja til mikillar hækkunar á skuldatryggingaálagi Grikklands og svo Írlands en annars hefur álagið verið að hækka á flest lönd Vestur Evrópu á milli þessara tveggja tímapunkta. Þannig stóð skuldatryggingaálagið á gríska ríkið í 749 punktum í lok dags í gær sem er um 89 punktum hærra en það var í byrjun síðustu viku. Álagið á írska ríkið hefur hækkað um 66 punkta á þessu tímabili en það stóð í lok dags í gær í 461 punkti. Þess má geta að á sama tíma hefur álagið á íslenska ríkið lækkað um 8 punkta og eru það einungis tvö ríki af öllum ríkjum Vestur Evrópu sem álagið lækkar á þessu tímabili, en álagið lækkaði einnig lítillega á Belgíu. Áhugavert er að bera sama skuldatryggingaálagið til eins árs og svo fimm ára og þá með tilliti til þróun álagsins á Ísland í samanburði við önnur ríki Vestur Evrópu. Þannig stóð álagið á Ríkissjóð Íslands til eins árs í lok dags í gær í 337 punktum, eða um 57 punktum hærra en álagið til fimm ára var í. Er þetta afar áhugavert í ljósi þess að Ísland er eina landið í þessum samanburði þar sem álagið til eins árs er hærra en það er til fimm ára. Af þessu er ljóst að fjárfestar telji almennt meiri líkur á að til greiðslufalls kunni að koma innan árs en innan fimm ára hjá íslenska ríkinu, öfugt við það sem þeir telja um önnur ríki. Þess má geta að erlendar skuldir ríkissjóðs er að langmestu leyti til skamms tíma heldur en lengri sem skýrir þennan mun á skuldatryggingaálagi Íslands til eins og fimm ára.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira