Viðskipti innlent

Bílaleiga Akureyrar kaupir 200 nýja Volkswagen og Skoda

Samningur um kaup Bílaleigu Akureyrar á 200 Volkswagen og Skóda bifreiðum innsiglaður með handabandi við höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg. Frá vinstri: Bergþór Karlsson framkvæmdastóri Hölds í Reykjavík, Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds, Knútur G. Hauksson forstjóri Heklu og Marinó Björnsson sölustjóri Heklu.
Samningur um kaup Bílaleigu Akureyrar á 200 Volkswagen og Skóda bifreiðum innsiglaður með handabandi við höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg. Frá vinstri: Bergþór Karlsson framkvæmdastóri Hölds í Reykjavík, Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds, Knútur G. Hauksson forstjóri Heklu og Marinó Björnsson sölustjóri Heklu.

Bílaleiga Akureyrar -Höldur ehf. hefur samið við Heklu um kaup á 200 nýjum Volkswagen og Skoda bifreiðum sem afhentir verða á vormánuðum.

Í tilkynningu um söluna segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds að fyrirtækið leggja áherslu á að bjóða nýja og örugga gæðabíla sem eru hagkvæmir í rekstri. Þess vegna eru Volkswagen Golf og Skoda Octavía stór hluti þess flota sem Bílaleiga Akureyrar hefur á boðstólum. Steingrímur segir að með hækkandi eldsneytisverði skipti sparneytni bílanna sífellt meira máli og þar komi Volkswagen Golf og Skoda Octavia sterkir inn.

„Bókanir fyrir sumarið benda til þess að eftirspurn eftir bílaleigubílum verði meiri í ár en í fyrra. Síðasta ár var gott og nú sjáum við fram á aukningu, þannig að við getum ekki verið annað en bærilega sáttir," segir Steingrímur. Alls verða á milli 2200 og 2300 bílaleigubílar í rekstri hjá Bílaleigu Akureyrar í sumar og er starfsmönnum bílaleigunnar fjölgað úr 70 í um 100 yfir sumarmánuðina.

„Við hjá Heklu höfum átt mikil og góð viðskipti við Bílaleigu Akureyrar árum saman og þess vegna er það okkur mikið ánægjuefni að geta innsiglað áframhaldandi samstarf með jafn myndarlegum samningi og nú liggur fyrir," segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu í tilkynningunni.

Hann segir að eftirlit og öll umhirða bílaleigubílanna hafi alla tíð verið til fyrirmyndar hjá Höldi og því sé alltaf mikil eftirspurn eftir notuðum bílum frá Bílaleigu Akureyrar þegar þeir komi aftur á markaðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×