Vinna af sér „fríið“ Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. október 2010 06:00 Konur eiga að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 á mánudaginn. Samkvæmt útreikningum eru þær þá víst búnar að vinna tímana sem þær fá greitt fyrir, miðað við karla. Kvennafrídagurinn táknar því ákveðna uppreisn og í ótryggu atvinnuumhverfi þarf kjark til að standa upp frá ókláruðum verkefnum. Konur ræða sín á milli á kaffistofum hvernig þær eigi að snúa sér í þessu. Veigra sér við að ganga út eins og árferðið er, hræddar við að verða látnar fjúka í framhaldinu. Einhverjar tala um að „vinna af sér fríið". Klára það sem þarf að klára með því að lengja aðra vinnudaga svo þær geti óhræddar staðið upp frá vinnu sinni og marserað niður í bæ, hrópandi á jöfn kjör! Einstaka yfirmenn leggja það jafnvel til, horfa á verkefnin fram undan og segja ómögulegt að „gefa konunum frí" fyrr en staflinn sé frá. Þar með er tilgangur þessa dags orðinn að engu. Stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og í samfélaginu öllu gefið langt nef. Með því að konur gangi út í hópum af vinnustað á að sjást hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra er, hversu stóru tannhjóli í vélinni þær snúa og að án kvenna geti samfélagið ekki gengið upp. Kvennafrídagurinn á að sýna hversu óréttlátt það er að konur fái ekki greitt fyrir vinnu sína til jafns við karla. Svo einfalt er það. Þeir sem segja baráttu fyrir jöfnum kjörum kynjanna óþarfa í dag eru á villigötum. Þeir sem segja kvennafrídaginn bara til skrauts, skemmtilegan minnisvarða, einungis tækifæri fyrir konur til að lyfta sér upp og hittast, hafa rangt fyrir sér. Það hefur hallað á konur í kreppunni. Konur fylla stóran hóp fólks í láglaunastörfum, hóp sem nær ekki endum saman í hækkandi verðlagi, og ofbeldi gegn konum mun hafa aukist í kreppunni. Kvennafrídagurinn á mánudaginn er einnig haldinn til að vekja athygli á því. Skerðing fæðingarorlofs mun einnig kreppa enn að réttindum kvenna. Með því verða konur gerðar að óákjósanlegri starfskrafti, en þegar hart er í ári eins og nú mun sá sem færir heimilinu hærri tekjur ekki taka fæðingarorlof. Það gefur auga leið, karlinn vinnur. Kvennafrídagurinn er því nauðsynlegur sem aldrei fyrr. Hann má ekki verða eins og hver annar mánudagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun
Konur eiga að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 á mánudaginn. Samkvæmt útreikningum eru þær þá víst búnar að vinna tímana sem þær fá greitt fyrir, miðað við karla. Kvennafrídagurinn táknar því ákveðna uppreisn og í ótryggu atvinnuumhverfi þarf kjark til að standa upp frá ókláruðum verkefnum. Konur ræða sín á milli á kaffistofum hvernig þær eigi að snúa sér í þessu. Veigra sér við að ganga út eins og árferðið er, hræddar við að verða látnar fjúka í framhaldinu. Einhverjar tala um að „vinna af sér fríið". Klára það sem þarf að klára með því að lengja aðra vinnudaga svo þær geti óhræddar staðið upp frá vinnu sinni og marserað niður í bæ, hrópandi á jöfn kjör! Einstaka yfirmenn leggja það jafnvel til, horfa á verkefnin fram undan og segja ómögulegt að „gefa konunum frí" fyrr en staflinn sé frá. Þar með er tilgangur þessa dags orðinn að engu. Stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og í samfélaginu öllu gefið langt nef. Með því að konur gangi út í hópum af vinnustað á að sjást hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra er, hversu stóru tannhjóli í vélinni þær snúa og að án kvenna geti samfélagið ekki gengið upp. Kvennafrídagurinn á að sýna hversu óréttlátt það er að konur fái ekki greitt fyrir vinnu sína til jafns við karla. Svo einfalt er það. Þeir sem segja baráttu fyrir jöfnum kjörum kynjanna óþarfa í dag eru á villigötum. Þeir sem segja kvennafrídaginn bara til skrauts, skemmtilegan minnisvarða, einungis tækifæri fyrir konur til að lyfta sér upp og hittast, hafa rangt fyrir sér. Það hefur hallað á konur í kreppunni. Konur fylla stóran hóp fólks í láglaunastörfum, hóp sem nær ekki endum saman í hækkandi verðlagi, og ofbeldi gegn konum mun hafa aukist í kreppunni. Kvennafrídagurinn á mánudaginn er einnig haldinn til að vekja athygli á því. Skerðing fæðingarorlofs mun einnig kreppa enn að réttindum kvenna. Með því verða konur gerðar að óákjósanlegri starfskrafti, en þegar hart er í ári eins og nú mun sá sem færir heimilinu hærri tekjur ekki taka fæðingarorlof. Það gefur auga leið, karlinn vinnur. Kvennafrídagurinn er því nauðsynlegur sem aldrei fyrr. Hann má ekki verða eins og hver annar mánudagur.