Gjaldþrotafrumvarp gæti breytt grundvelli þjóðarinnar 21. október 2010 07:20 Greining Arion banka segir að hið nýja gjaldþrotafrumvarp ríkisstjórnarinnar gæti haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslensku þjóðfélagi. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þegar til skemmri tíma er litið styrkja þau, væntanleg lög, mjög stöðu skuldara gagnvart lánastofnunum og þá vonandi liðka til fyrir samningum sem forða fólki frá gjaldþroti með hvoru tveggja; afskriftum og endurskipulagningu skulda. Þannig gæti frumvarpið flýtt fyrir lausn á skuldavanda heimilanna. Þegar til lengri tíma er litið munu þessi nýju gjaldþrotalög gerbreyta lánveitingum fjármálastofnana hérlendis þar sem gerð verður mun meiri krafa um eigið fé. Lánamarkaðurinn færist þá aftur til þess sem var fyrir einkavæðingu bankanna, og raunar mun lengra aftur þar sem lán með öðrum veðrétti hverfa úr sögunni og mjög erfitt verður að tryggja viðbótarfjármögnun. Það felur í raun og veru í sér að hin gamalgróna séreignastefna íslenskra stjórnvalda, þ.e. að öllum sé tryggð lánsfjármögnun til eigin íbúðarkaupa - er í raun liðin undir lok. En aukin krafa um borð fyrir báru í lánveitingum mun gera það verkum að stór hluti fólks mun ekki hafa getu til eigin íbúðakaupa vegna þess að eigið fé skortir, a.m.k. ekki fyrr en hafa leigt og lagt fyrir um einhvern tíma. Þetta þýðir í hnotskurn að aðgangur uppvaxandi kynslóða að lánsfjármagni mun skerðast stórlega miðað það sem hefur tíðkast hérlendis um nokkurn tíma. Hægt er að líta á þá staðreynd sem bæði kost og löst en sínum augum lítur hver silfrið í þeim efnum. Greining segir að það sem gerir þó ákaflega erfitt um að meta áhrif nýju laganna er að íslensk heimili bera ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán sem kannski geta ráðið úrslitum um hvort gjaldþrotaleiðin verður farin. Hefur fólk til að mynda möguleika á því að þurrka út námslánaskuldir við LÍN, kreditkortaskuldir, yfirdrátt, skattaskuldir og svo framvegis með tveggja ára útlegð? Ef svo er munu áhrifin verða gríðarlega víðtæk og leiða til grundvallarbreytinga á íslenskum þjóðháttum, ekki aðeins að fólk muni aka á eldri bílum og búa í smærri íbúðum heldur munu breytingarnar einnig snúa að fjármögnun framhaldsnáms í útlöndum, stofnun og rekstur einkahlutafélaga, starfsemi einyrkja og svo mætti lengi áfram telja. Í öllum tilvikum verður erfiðara og dýrara að fá lánsfjármagn til þess að koma þessum hlutum í kring. Hér verður þó geta þess að frumvarpið hefur ekki enn verið gjört lýðkunnugt og því ekki ljóst hvernig lögin verða útfærð. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Arion banka segir að hið nýja gjaldþrotafrumvarp ríkisstjórnarinnar gæti haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslensku þjóðfélagi. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þegar til skemmri tíma er litið styrkja þau, væntanleg lög, mjög stöðu skuldara gagnvart lánastofnunum og þá vonandi liðka til fyrir samningum sem forða fólki frá gjaldþroti með hvoru tveggja; afskriftum og endurskipulagningu skulda. Þannig gæti frumvarpið flýtt fyrir lausn á skuldavanda heimilanna. Þegar til lengri tíma er litið munu þessi nýju gjaldþrotalög gerbreyta lánveitingum fjármálastofnana hérlendis þar sem gerð verður mun meiri krafa um eigið fé. Lánamarkaðurinn færist þá aftur til þess sem var fyrir einkavæðingu bankanna, og raunar mun lengra aftur þar sem lán með öðrum veðrétti hverfa úr sögunni og mjög erfitt verður að tryggja viðbótarfjármögnun. Það felur í raun og veru í sér að hin gamalgróna séreignastefna íslenskra stjórnvalda, þ.e. að öllum sé tryggð lánsfjármögnun til eigin íbúðarkaupa - er í raun liðin undir lok. En aukin krafa um borð fyrir báru í lánveitingum mun gera það verkum að stór hluti fólks mun ekki hafa getu til eigin íbúðakaupa vegna þess að eigið fé skortir, a.m.k. ekki fyrr en hafa leigt og lagt fyrir um einhvern tíma. Þetta þýðir í hnotskurn að aðgangur uppvaxandi kynslóða að lánsfjármagni mun skerðast stórlega miðað það sem hefur tíðkast hérlendis um nokkurn tíma. Hægt er að líta á þá staðreynd sem bæði kost og löst en sínum augum lítur hver silfrið í þeim efnum. Greining segir að það sem gerir þó ákaflega erfitt um að meta áhrif nýju laganna er að íslensk heimili bera ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán sem kannski geta ráðið úrslitum um hvort gjaldþrotaleiðin verður farin. Hefur fólk til að mynda möguleika á því að þurrka út námslánaskuldir við LÍN, kreditkortaskuldir, yfirdrátt, skattaskuldir og svo framvegis með tveggja ára útlegð? Ef svo er munu áhrifin verða gríðarlega víðtæk og leiða til grundvallarbreytinga á íslenskum þjóðháttum, ekki aðeins að fólk muni aka á eldri bílum og búa í smærri íbúðum heldur munu breytingarnar einnig snúa að fjármögnun framhaldsnáms í útlöndum, stofnun og rekstur einkahlutafélaga, starfsemi einyrkja og svo mætti lengi áfram telja. Í öllum tilvikum verður erfiðara og dýrara að fá lánsfjármagn til þess að koma þessum hlutum í kring. Hér verður þó geta þess að frumvarpið hefur ekki enn verið gjört lýðkunnugt og því ekki ljóst hvernig lögin verða útfærð.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira