Söluferli Sjóvár á lokastigum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2010 18:54 Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira