Handbolti

Cupic frá í sex vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cupic í leik með króatíska landsliðinu.
Cupic í leik með króatíska landsliðinu.

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen verður án króatíska hornamannsins Ivan Cupic næstu vikurnar en hann er meiddur á hné.

Cupic mun leggjast undir hnífinn á morgun og verður ekki byrjaður að æfa aftur fyrr en eftir sex vikur. Það er því hæpið hvort hann verði orðinn nógu góður til þess að spila á HM sem hefst um miðjan janúar.

Þetta er áfall fyrir Löwen sem er einnig án Guðjóns Vals Sigurðssonar og Michael Muller vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×