Auðvitað verður Íraksrannsókn Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Enn er stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak árið 2003 í brennidepli. Opinber rannsókn á málinu í Bretlandi vekur þá umræðu af nokkurra missera blundi. Virðast vinnubrögð breskra til fyrirmyndar; allt er gert fyrir opnum tjöldum og öllum sem skipta máli er gert að gera grein fyrir máli sínu. Alveg frá því að upplýst var í Bandaríkjunum í mars 2003 að Íslendingar væru í stuðningsliði innrásarherjanna og legðu þeim til aðstöðu til hernaðaraðgerðanna hér á Íslandi hafa vinnubrögð íslensku ráðamannanna í málinu þótt vafasöm. Þau vinnubrögð voru þó í fullu samræmi við það sem viðgekkst og því eðlileg að því leyti til. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu nefnilega þann hátt á að taka ákvarðanir - stórar og smáar - upp á eigin spýtur. Þeir létu ekki fyrirbæri á borð við þingflokka, þingnefndir, Alþingi og ríkisstjórn flækjast fyrir sér. Ákvörðun tvímenningana um stuðninginn þurfti ekki að koma á óvart. Afstaða þeirra hafði margsinnis komið fram opinberlega. Þeir sögðu að koma bæri Saddam Hussein frá völdum með góðu eða illu og að Keflavíkurflugvöllur stæði árásarherjunum opinn til afnota. Þetta umdeilda mál hefur annað veifið fengið talsverða umfjöllun. Fókusinn hefur jafnan verið á lista, sem Bandaríkjamenn gáfu út, yfir þær þjóðir sem blessuðu innrásina eða tóku þátt í henni með einhverjum hætti. „Listi viljugra þjóða," var hann kallaður. Endalaust var talað um listann eins og hann væri vandamálið, ekki stuðningurinn sjálfur. Sjálfsagt áttu sérfræðingar í umræðustjórnun þar einhvern hlut að máli. Staðfastir Íslendingar hafa reynt að láta eins og stuðningur Íslands hafi ekki skipt neinu máli. Ráðist hefði verið inn í Írak hvort sem Ísland hefði stutt þær aðgerðir eða ekki. Í slíkum orðum fellst yfirlæti gagnvart þeim sem láta sér annt um orðspor lands og þjóðar og stendur ekki á sama um hvað stjórnvöld á hverjum tíma aðhafast. Því er líka haldið fram að þetta hafi nú verið allt í lagi af því að Íslendingar tóku ekki þátt í sjálfri innrásinni. Af því að við héldum ekki um gikkinn. Þjóð sem ekki á her kemst ekki nær því að taka þátt í innrás en að lýsa yfir fullkomnum stuðningi við slíkar aðgerðir og bjóða fram aðstöðu til að auðvelda þær eða jafnvel gera þær mögulegar. Fyrir liggur álit býsna virtra lögmanna um að ákvörðun Davíðs og Halldórs hafi ekki verið lögbrot. Það er nú gott. En hvað sem því líður er mikilvægt að málið verði gert almennilega upp, líkt og Bretar eru nú að gera. Verður ekki betur séð en að Alþingi sé á góðri leið með að ákveða það þrátt fyrir smá stæla í varaformanni Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í gær. Róið er að því öllum árum að búa svo um hnútana í stjórnsýslunni og á fjármálamarkaði að bankakerfið hrynji ekki aftur. Það gæti nefnilega gerst að óábyrgir menn veljist á ný til ábyrgðarstarfa í bönkunum. Að sama skapi er mikilvægt að girða fyrir að einn eða tveir menn geti tekið ákvarðanir á borð við þá að styðja - og greiða fyrir - innrás í önnur ríki. Eðlilegt er að setja lög og reglur sem koma í veg fyrir slíkt í framhaldi íslensku Íraksrannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Enn er stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak árið 2003 í brennidepli. Opinber rannsókn á málinu í Bretlandi vekur þá umræðu af nokkurra missera blundi. Virðast vinnubrögð breskra til fyrirmyndar; allt er gert fyrir opnum tjöldum og öllum sem skipta máli er gert að gera grein fyrir máli sínu. Alveg frá því að upplýst var í Bandaríkjunum í mars 2003 að Íslendingar væru í stuðningsliði innrásarherjanna og legðu þeim til aðstöðu til hernaðaraðgerðanna hér á Íslandi hafa vinnubrögð íslensku ráðamannanna í málinu þótt vafasöm. Þau vinnubrögð voru þó í fullu samræmi við það sem viðgekkst og því eðlileg að því leyti til. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu nefnilega þann hátt á að taka ákvarðanir - stórar og smáar - upp á eigin spýtur. Þeir létu ekki fyrirbæri á borð við þingflokka, þingnefndir, Alþingi og ríkisstjórn flækjast fyrir sér. Ákvörðun tvímenningana um stuðninginn þurfti ekki að koma á óvart. Afstaða þeirra hafði margsinnis komið fram opinberlega. Þeir sögðu að koma bæri Saddam Hussein frá völdum með góðu eða illu og að Keflavíkurflugvöllur stæði árásarherjunum opinn til afnota. Þetta umdeilda mál hefur annað veifið fengið talsverða umfjöllun. Fókusinn hefur jafnan verið á lista, sem Bandaríkjamenn gáfu út, yfir þær þjóðir sem blessuðu innrásina eða tóku þátt í henni með einhverjum hætti. „Listi viljugra þjóða," var hann kallaður. Endalaust var talað um listann eins og hann væri vandamálið, ekki stuðningurinn sjálfur. Sjálfsagt áttu sérfræðingar í umræðustjórnun þar einhvern hlut að máli. Staðfastir Íslendingar hafa reynt að láta eins og stuðningur Íslands hafi ekki skipt neinu máli. Ráðist hefði verið inn í Írak hvort sem Ísland hefði stutt þær aðgerðir eða ekki. Í slíkum orðum fellst yfirlæti gagnvart þeim sem láta sér annt um orðspor lands og þjóðar og stendur ekki á sama um hvað stjórnvöld á hverjum tíma aðhafast. Því er líka haldið fram að þetta hafi nú verið allt í lagi af því að Íslendingar tóku ekki þátt í sjálfri innrásinni. Af því að við héldum ekki um gikkinn. Þjóð sem ekki á her kemst ekki nær því að taka þátt í innrás en að lýsa yfir fullkomnum stuðningi við slíkar aðgerðir og bjóða fram aðstöðu til að auðvelda þær eða jafnvel gera þær mögulegar. Fyrir liggur álit býsna virtra lögmanna um að ákvörðun Davíðs og Halldórs hafi ekki verið lögbrot. Það er nú gott. En hvað sem því líður er mikilvægt að málið verði gert almennilega upp, líkt og Bretar eru nú að gera. Verður ekki betur séð en að Alþingi sé á góðri leið með að ákveða það þrátt fyrir smá stæla í varaformanni Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í gær. Róið er að því öllum árum að búa svo um hnútana í stjórnsýslunni og á fjármálamarkaði að bankakerfið hrynji ekki aftur. Það gæti nefnilega gerst að óábyrgir menn veljist á ný til ábyrgðarstarfa í bönkunum. Að sama skapi er mikilvægt að girða fyrir að einn eða tveir menn geti tekið ákvarðanir á borð við þá að styðja - og greiða fyrir - innrás í önnur ríki. Eðlilegt er að setja lög og reglur sem koma í veg fyrir slíkt í framhaldi íslensku Íraksrannsóknarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun