Viðskipti innlent

Heimsyfirráð CCP

Flutningar standa nú yfir hjá netleikjafyrirtækinu CCP úti á Granda. Fyrirtækið hefur fjölgað starfsfólki verulega upp á síðkastið og þurft að dreifa úr sér. CCP var með efstu hæðirnar í Grandagarði 8 en hefur smám saman verið að taka þær neðri yfir. Teiknimyndafyrirtækið CAOZ og tengd fyrirtæki eru um þessar mundir að flytja út, ásamt almannatengslafyrirtækinu APPR, og mun komið undir annað þak. Sjóminjasafnið og heildverslunin Forval eru enn í húsinu og þykir spurning hvenær þau hverfa á braut. Óvíst er hvort húsið dugi CCP, sem tútnar út sem aldrei fyrr. Ef allt þrýtur er aldrei að vita nema fyrirtækið taki yfir varðskipið Óðin, sem liggur við bryggju handan við húsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×