Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann 16. september 2010 19:51 Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld og vitna í frétt um málið á sjónvarpsrásinni TV2 Finans. Þar kom fram í kvöld að gengið hefði verið frá kaupunum á Hilton hótelinu við Kastrup flugvöll núna síðdegis. Í frétt um málið á börsen.dk segir að þar með hafi tekist að selja FIH bankann áður en frestur til sölunnar, af hálfu bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet), rann út en fresturinn náði til mánaðarmóta. Börsen segir jafnframt að bankaumsýslan hafi gert sölu bankans að skilyrði áður en FIH fékk ríkisábyrgð á skuldabréfaútgáfu fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. samkvæmt svokölluðum bankpakke II. Hvorki ATP né PFA vildu staðfesta eða hafna frétt TV2 Finans í kvöld. Bjarne Graven forstjóri ATP segir að hann vilji ekki tjá sig um málið. Sama svar er að fá hjá PFA. Ekkert kemur fram um verðið sem þessir lífeyrissjóðir greiddu fyrir FIH bankann. Sem kunnugt er af fréttum á Seðlabanki Íslands 500 milljóna evra, eða rúmlega 75 milljarða kr., veð í FIH. Söluverð bankans er þó talið vera meira en nemur þeirri upphæð. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld og vitna í frétt um málið á sjónvarpsrásinni TV2 Finans. Þar kom fram í kvöld að gengið hefði verið frá kaupunum á Hilton hótelinu við Kastrup flugvöll núna síðdegis. Í frétt um málið á börsen.dk segir að þar með hafi tekist að selja FIH bankann áður en frestur til sölunnar, af hálfu bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet), rann út en fresturinn náði til mánaðarmóta. Börsen segir jafnframt að bankaumsýslan hafi gert sölu bankans að skilyrði áður en FIH fékk ríkisábyrgð á skuldabréfaútgáfu fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. samkvæmt svokölluðum bankpakke II. Hvorki ATP né PFA vildu staðfesta eða hafna frétt TV2 Finans í kvöld. Bjarne Graven forstjóri ATP segir að hann vilji ekki tjá sig um málið. Sama svar er að fá hjá PFA. Ekkert kemur fram um verðið sem þessir lífeyrissjóðir greiddu fyrir FIH bankann. Sem kunnugt er af fréttum á Seðlabanki Íslands 500 milljóna evra, eða rúmlega 75 milljarða kr., veð í FIH. Söluverð bankans er þó talið vera meira en nemur þeirri upphæð.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent