Viðskipti innlent

Seðlabankinn: Dráttarvextir niður í 13,25%

Grunnur dráttarvaxta lækkaði um 0,75% við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í liðinni viku og því lækka dráttarvextir úr 14,0% í 13,25% fyrir tímabilið 1. - 31. október 2010.

Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. október 2010 verða vextir sem hér segir:

Vextir af óverðtryggðum lánum lækka úr 7,75% í 6,75%.

Vextir verðtryggðra lána haldast óbreyttir og verða því áfram 4,8%.

Vextir af skaðabótakröfum lækka úr 5,2% í 4,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×