Viðskipti innlent

Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum

Guðmundur Stefán er vinstra megin.
Guðmundur Stefán er vinstra megin.

Guðmundur Stefán Björnsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri á fyrirtækjasviði Símans og Halldór Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður á markaðsdeild Símans.

Í tilkynningu segir að Guðmundur Stefán Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Símans og tekur hann við starfinu af Elínu Þórunni Eiríksdóttur. Guðmundur Stefán hefur starfað hjá Símanum í 13 ár og sinnt ýmsum störfum, meðal annars hefur hann starfað á Fyrirtækjasviði frá því að það var stofnað sem séreining innan Símans.

Undanfarin sex ár hefur Guðmundur Stefán starfað sem forstöðumaður yfir þremur mismunandi deildum hjá Símanum og núna síðast yfir vörustýringu á Fyrirtækjasviði. Guðmundur Stefán er iðnaðartæknifræðingur að mennt. Guðmundur Stefán er 39 ára gamall, kvæntur Fríðu Kristínu Jóhannesdóttur, rekstrarfræðingi, og eiga þau tvö börn

Halldór Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Símanum. Halldór hefur lengst af starfað hjá Icelandair frá 1997 til 2008, meðal annars sem markaðsstjóri í Skandinavíu og síðar sem forstöðumaður markaðsmála fyrirtækisins.

Hann starfaði árin 2008-2009 hjá Lazytown sem framkvæmdarstjóri markaðsmála og vöruþróunar en hefur undanfarið verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í markaðs- og viðskiptaráðgjöf. Halldór er viðskiptfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Kristínu Johansen og eiga þau tvö börn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×