Arion banki ekki með nein gengistryggð bílalán 16. september 2010 21:08 Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Arion banka vegna gengisdómsins í dag: Með boðuðu frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í dag er dregið úr óvissu sem ríkt hefur að undanförnu um skuldamál einstaklinga. Hið langvinna óvissuástand hefur valdið viðskiptavinum bankans óþægindum og takmarkað svigrúm hans til úrlausnar á skuldamálum einstaklinga og heimila. Í kjölfar lagasetningar mun liggja fyrir nákvæmari útfærsla og útreikningar gagnvart viðskiptavinum Arion banka. Arion banki vekur þó athygli á að dómur Hæstaréttar frá í dag fjallar um bílalán en Arion banki er ekki með nein slík lán í bókum sínum. Bankinn stendur traustum fótum Arion banki hefur á undanförnum mánuðum unnið með Fjármálaeftirlitinu við að meta hugsanleg áhrif af lánum í erlendri mynt á efnahag bankans. Það er mat bankans að þó fyrirhugað frumvarp ráðherra verði að lögum þá hafi það óveruleg áhrif. Bankinn muni áfram uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall og 20% lausafjárhlutfall. Lántakendum erlendra íbúðalána býðst áfram að greiða 5.000 krónur af hverri milljón Fram að lagasetningu Alþingis mun Arion banki áfram bjóða viðskiptavinum sínum með íbúðalán í erlendri mynt, og með veði í fasteign, að greiða 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls. Þá ítrekar bankinn að viðskiptavinir glata ekki betri rétti þótt þeir nýti sér úrræði bankans og áréttar að engar nauðungarsölur á íbúðahúsnæði verða á vegum bankans á þessu ári. Arion banki þakkar viðskiptavinum sínum biðlundina í þeirri óvissu sem varað hefur allt of lengi. Það er von bankans að senn liggi fyrir skýr sýn og verklag um það hvernig vinna megi að lausn mála í góðri sátt viðskiptavina og bankans. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Arion banka vegna gengisdómsins í dag: Með boðuðu frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í dag er dregið úr óvissu sem ríkt hefur að undanförnu um skuldamál einstaklinga. Hið langvinna óvissuástand hefur valdið viðskiptavinum bankans óþægindum og takmarkað svigrúm hans til úrlausnar á skuldamálum einstaklinga og heimila. Í kjölfar lagasetningar mun liggja fyrir nákvæmari útfærsla og útreikningar gagnvart viðskiptavinum Arion banka. Arion banki vekur þó athygli á að dómur Hæstaréttar frá í dag fjallar um bílalán en Arion banki er ekki með nein slík lán í bókum sínum. Bankinn stendur traustum fótum Arion banki hefur á undanförnum mánuðum unnið með Fjármálaeftirlitinu við að meta hugsanleg áhrif af lánum í erlendri mynt á efnahag bankans. Það er mat bankans að þó fyrirhugað frumvarp ráðherra verði að lögum þá hafi það óveruleg áhrif. Bankinn muni áfram uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall og 20% lausafjárhlutfall. Lántakendum erlendra íbúðalána býðst áfram að greiða 5.000 krónur af hverri milljón Fram að lagasetningu Alþingis mun Arion banki áfram bjóða viðskiptavinum sínum með íbúðalán í erlendri mynt, og með veði í fasteign, að greiða 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls. Þá ítrekar bankinn að viðskiptavinir glata ekki betri rétti þótt þeir nýti sér úrræði bankans og áréttar að engar nauðungarsölur á íbúðahúsnæði verða á vegum bankans á þessu ári. Arion banki þakkar viðskiptavinum sínum biðlundina í þeirri óvissu sem varað hefur allt of lengi. Það er von bankans að senn liggi fyrir skýr sýn og verklag um það hvernig vinna megi að lausn mála í góðri sátt viðskiptavina og bankans.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira