IFS greining spáir 4% ársverðbólgu í september 27. september 2010 11:03 Verðbólguspá IFS greiningar fyrir september hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,3%. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,0% en hún mældist 4,5% í ágúst. Í tilkynningu segir að í meðalári hækkar verð á fatnaði um 8,3% í september og verð á skóm um 2,2%. Hinsvegar hefur verð á fatnaði og skóm lækkað minna í mælingu Hagstofunnar júlí-ágúst en í venjulegu ári, t.d. hefur verð á fatnaði lækkað um 6,9% á þessu tímabili nú samanborið við 10,9% í venjulegu ári. Verð á skóm lækkaði um 2,2% júlí-ágúst en lækkar um 4,8% í venjulegu ári. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar gengu útsöluáhrif að miklu leyti til baka í ágúst. Af þessum orsökum er gert ráð fyrir minni hækkun á vísitölu neysluverðs vegna hverfandi útsöluáhrifa eða 5% hækkun á verði fatnaðar og 1% hækkun á skóverði. Samkvæmt algengum verðum hjá stóru olíufélögunum þá hefur verð á bensíni lækkað um 0,34% en verð á dísel hefur hækkað um 0,16%. Mánaðarleg verðmæling IFS Greiningar bendir til 0,5% lækkunar á verði matarkörfunnar. Líklegt er að styrking krónunnar leiði til lækkunar á verði matarkörfunnar og áhrifinna gæti hægt og rólega. Samkvæmt gögnum FMR hefur fermetraverð hækkað eilítið undanfarna mánuði en gögnin bentu til lækkunar í sumar sem reyndist rétt. Í spánni er gert 0,1% hækkun á reiknaðri húsaleigu (vísitöluáhrif 0,01%). Byggingarkostnaður jókst í síðasta mánuði um 0,29% og gera má ráð fyrir að kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði hækki sem því nemur (vísitöluáhrif 0,01%). Gert er ráð fyrir að greidd húsaleiga lækki í takti við verðbólgu undanfarinna mánaða eða um -0,1%. Í spánni er gert ráð fyrir 1,0% lækkun á verði pakkaferða og flugfargjalda (vísitöluáhrif -0,02%), 2% lækkunar á verði nýrra bíla (vísitöluáhrif -0,08%) og 1,4% lækkunar á verði gistingar (vísitöluáhrif -0,08%). September er venjulega verðbólgumánuður en spáin nú gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu samanborið við söguleg gögn. Útsöluáhrifin gengu að hluta til tilbaka í mælingu Hagstofunnar í ágúst og skýrir hvers vegna verðbólguspáin nú er þetta lág, að því er IFS greining segir. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Verðbólguspá IFS greiningar fyrir september hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,3%. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,0% en hún mældist 4,5% í ágúst. Í tilkynningu segir að í meðalári hækkar verð á fatnaði um 8,3% í september og verð á skóm um 2,2%. Hinsvegar hefur verð á fatnaði og skóm lækkað minna í mælingu Hagstofunnar júlí-ágúst en í venjulegu ári, t.d. hefur verð á fatnaði lækkað um 6,9% á þessu tímabili nú samanborið við 10,9% í venjulegu ári. Verð á skóm lækkaði um 2,2% júlí-ágúst en lækkar um 4,8% í venjulegu ári. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar gengu útsöluáhrif að miklu leyti til baka í ágúst. Af þessum orsökum er gert ráð fyrir minni hækkun á vísitölu neysluverðs vegna hverfandi útsöluáhrifa eða 5% hækkun á verði fatnaðar og 1% hækkun á skóverði. Samkvæmt algengum verðum hjá stóru olíufélögunum þá hefur verð á bensíni lækkað um 0,34% en verð á dísel hefur hækkað um 0,16%. Mánaðarleg verðmæling IFS Greiningar bendir til 0,5% lækkunar á verði matarkörfunnar. Líklegt er að styrking krónunnar leiði til lækkunar á verði matarkörfunnar og áhrifinna gæti hægt og rólega. Samkvæmt gögnum FMR hefur fermetraverð hækkað eilítið undanfarna mánuði en gögnin bentu til lækkunar í sumar sem reyndist rétt. Í spánni er gert 0,1% hækkun á reiknaðri húsaleigu (vísitöluáhrif 0,01%). Byggingarkostnaður jókst í síðasta mánuði um 0,29% og gera má ráð fyrir að kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði hækki sem því nemur (vísitöluáhrif 0,01%). Gert er ráð fyrir að greidd húsaleiga lækki í takti við verðbólgu undanfarinna mánaða eða um -0,1%. Í spánni er gert ráð fyrir 1,0% lækkun á verði pakkaferða og flugfargjalda (vísitöluáhrif -0,02%), 2% lækkunar á verði nýrra bíla (vísitöluáhrif -0,08%) og 1,4% lækkunar á verði gistingar (vísitöluáhrif -0,08%). September er venjulega verðbólgumánuður en spáin nú gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu samanborið við söguleg gögn. Útsöluáhrifin gengu að hluta til tilbaka í mælingu Hagstofunnar í ágúst og skýrir hvers vegna verðbólguspáin nú er þetta lág, að því er IFS greining segir.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira