Rosberg: Schumacher verður betri 23. apríl 2010 14:57 Michael Schumacher hefur staðið í skugga Nico Rosberg sem er í öðri sæti í stigamóti ökumanna,. mynd: Getty Images Nico Rosberg hefur náð mun betri árangur en liðsfélaginn Michael Schumacher hjá Mercedes á árinu. Hann segir þó í samtali við Gazette dello Sport að Schumacher eigi eftir að verða betri. Rosberg hefur bæði staðið sig betur í tímatökum og í keppni og er í öðru sæti í stigamótinu á meðan Schumacher er níundi. "Ég er ánægður að vera á undan Schumacher, en ég veit ekki hve lengi það mun endast. Ég hefði trúlega verið sáttur að vera í hans stöðu, en núna vonast ég til að geta barist við hann áfram", sagði Rosberg við ítalska miðilinn. Þetta kemur fram á vefsíðu autosport.com í dag. Rosberg segist hafa gaman að samstarfinu við Schumacher, en Schumacher er mjög tæknilega sinnaður og hefur gaman af allri undirbúningsvinnunni fyrir kappakstursmótin. "Fólk gerir sér rangar hugmyndir um Schumacher og ég taldi sjálfur að það yrði ekki gott að fá hann sem liðsfélaga, en ég hef verið hissa á hve jákvætt allt hefur verið", sagði Rosberg. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nico Rosberg hefur náð mun betri árangur en liðsfélaginn Michael Schumacher hjá Mercedes á árinu. Hann segir þó í samtali við Gazette dello Sport að Schumacher eigi eftir að verða betri. Rosberg hefur bæði staðið sig betur í tímatökum og í keppni og er í öðru sæti í stigamótinu á meðan Schumacher er níundi. "Ég er ánægður að vera á undan Schumacher, en ég veit ekki hve lengi það mun endast. Ég hefði trúlega verið sáttur að vera í hans stöðu, en núna vonast ég til að geta barist við hann áfram", sagði Rosberg við ítalska miðilinn. Þetta kemur fram á vefsíðu autosport.com í dag. Rosberg segist hafa gaman að samstarfinu við Schumacher, en Schumacher er mjög tæknilega sinnaður og hefur gaman af allri undirbúningsvinnunni fyrir kappakstursmótin. "Fólk gerir sér rangar hugmyndir um Schumacher og ég taldi sjálfur að það yrði ekki gott að fá hann sem liðsfélaga, en ég hef verið hissa á hve jákvætt allt hefur verið", sagði Rosberg.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira