William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl 2. maí 2010 13:40 William K. Black ásamt Agli Helgasyni fyrir ári síðan. „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér. Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér.
Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent