William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl 2. maí 2010 13:40 William K. Black ásamt Agli Helgasyni fyrir ári síðan. „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira