Handbolti

Sigrar hjá Löwen og Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslendingarnir hjá Löwen þurftu ekki að vera svona brúnaþungir í dag.
Íslendingarnir hjá Löwen þurftu ekki að vera svona brúnaþungir í dag.

Füchse Berlin gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu öruggan heimasigur, 36-28, á liði Arons Kristjánsson, Hannover-Burgdorf, í dag.

Alexander Petersson var sem fyrr öflugur í liði Berlin og skoraði 6 mörk. Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover, Hannes Jón Jónsson 1 en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen voru einnig í ágætu formi í dag og unnu sex marka sigur á Balingen, 36-30. Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Löwen í leiknum en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Einar Hólmgeirsson lék ekki með Ahlen-Hamm sem mætti hans gamla liði, Grosswallstadt, og tapaði, 26-24. Sverre Jakobsson náði ekki að skora fyrir Grosswallstadt.

Sigurbergur Sveinsson og félagar í Rheinland unnu svo óvæntan sigur á Lubbecke, 25-24, þar sem Sigurbergur skoraði 4 mörk.  Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Lubbecke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×