Fréttaskýring: Leiðarlok fyrir Singer & Friedlander Friðrik Indriðason skrifar 25. janúar 2010 14:17 Gangi áætlanir Ernst & Young skiptastjóra Singer & Friedlander eftir um sölu á verðmætum lánasöfnum bankans má gera ráð fyrir að sögu fyrsta íslenska bankans eftir hrunið 2008 sé endanlega lokið. Aðrar stórar eignir verða þá ekki eftir í þrotabúinu ef frá er talin krafa bankans í þrotabú Kaupþings upp á rúmlega 150 milljarða kr. Stærsta eign Singer & Friedlander voru Edge innlánin en þeim komu bresk stjórnvöld í hendur hollenska netbankans ING Direct skömmu eftir hrun Kaupþing í okótber 2008. Raunar er þeirri eignafærslu ekki að fullu lokið því ING sætti sig ekki við vaxtakjörin á þessum reikningum, það er töldu vextina of háa, og eru enn að semja við bresk stjórnvöld um þann anga yfirtökunnar. Singer & Friedlander bankinn var stofnaður af verðbréfasalanum Julius Singer árið 1907 og var í fyrstu verðbréfamiðlun. Fimm árum síðar gekk Þjóðverjinn Ernst Friedlander til liðs við Singer en Friedlander-fjölskyldan hafði stundað bankastarfsemi í Berlín frá árinu 1830. Friedlander var að auki þekktur fyrir að hafa stofnað fyrsta heildsölubanka (merchant bank) Suður-Afríku og var um tíma stjórnarformaður kauphallarinnar í Johannesburg. Á tímum fyrri heimstryjaldarinnar 1914-1918 misstu þeir Singer og Friedlander leyfi sitt til verðbréfamiðlunar og var þýskur ríkisborgararéttur Friedlander ástæða þessa. Í kjölfarið eða 1920 stofnuðu þeir félagar heildsölubanka undir nafninu Singer & Friedlander og viðskiptin blómstruðu. Margir þekktir bankamenn hafa starfað hjá Singer & Friedlander en þeirra þekktastur er án efa George Soros sem síðar varð einn af helstu ofurfjárfestum heimsins og raunar þegar orðin að þjóðsögu í vestrænum fjármálaheimi. Bankinn var skráður á markað árið 1957. Eftir nokkuð langt tímabili af yfirtökum og samrunum öðlaðist bankinn sjálfstæði sitt að nýju árið 1987. Þá var bankinn skráður í kauphöllina í London sem hlutafélag og var það allt til ársins 2005 þegar Kaupþing festi kaup á honum. Fyrir Kaupþing voru kaupin á Singer & Friedlander stærsta útrásarverkefni Kaupþings fram að þeim tíma. Ármann Þorvaldsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Singer & Friedlander og gengdi henni fram að október 2008 þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi bankans í krafti hryðjuverkalöggjafar sinnar. Lánasöfnin sem nú eru til sölu samanstanda m.a. af „einkalánabók" upp á 1,3 milljarða punda eða hátt í 300 milljarða kr. og telur hún um 400 viðskiptavini. Af þessari upphæð fóru 219 milljónir punda í að fjármagna snekkjukaup og 90 milljónir punda í að fjármagna einkaþotur. Auk þess að 425 milljónir punda voru lánuð til fasteignakaupa. Hér er að mestu um að ræða velstæða einstaklinga eða milljóna/milljarðamæringa og er þetta lánasafn talið standa undir fyrrgreindum tölum að mestu. Sjálfir telja Ernst & Young að þessi lán muni ekki rýrna um meir en 2% í framtíðinni. Hinsvegar er um að ræða fyrirtækjalánabók sem er nokkuð minni að vöxtum eða upp á 824 milljónir punda., eða tæplega 200 milljarða kr. Þar af voru 16 milljónir punda lánuð til að fjármagna leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lánasafn er einnig talið traust, þó ekki eins og einkalánin en Ernst & Young reikna með að rýrnunin verði um eða undir 5% hvað þessi lán varðar. Heimildir: Innlendar og erlendar vefsíður, einkum viðskiptafjölmiðla sem og wikipedia.org Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Gangi áætlanir Ernst & Young skiptastjóra Singer & Friedlander eftir um sölu á verðmætum lánasöfnum bankans má gera ráð fyrir að sögu fyrsta íslenska bankans eftir hrunið 2008 sé endanlega lokið. Aðrar stórar eignir verða þá ekki eftir í þrotabúinu ef frá er talin krafa bankans í þrotabú Kaupþings upp á rúmlega 150 milljarða kr. Stærsta eign Singer & Friedlander voru Edge innlánin en þeim komu bresk stjórnvöld í hendur hollenska netbankans ING Direct skömmu eftir hrun Kaupþing í okótber 2008. Raunar er þeirri eignafærslu ekki að fullu lokið því ING sætti sig ekki við vaxtakjörin á þessum reikningum, það er töldu vextina of háa, og eru enn að semja við bresk stjórnvöld um þann anga yfirtökunnar. Singer & Friedlander bankinn var stofnaður af verðbréfasalanum Julius Singer árið 1907 og var í fyrstu verðbréfamiðlun. Fimm árum síðar gekk Þjóðverjinn Ernst Friedlander til liðs við Singer en Friedlander-fjölskyldan hafði stundað bankastarfsemi í Berlín frá árinu 1830. Friedlander var að auki þekktur fyrir að hafa stofnað fyrsta heildsölubanka (merchant bank) Suður-Afríku og var um tíma stjórnarformaður kauphallarinnar í Johannesburg. Á tímum fyrri heimstryjaldarinnar 1914-1918 misstu þeir Singer og Friedlander leyfi sitt til verðbréfamiðlunar og var þýskur ríkisborgararéttur Friedlander ástæða þessa. Í kjölfarið eða 1920 stofnuðu þeir félagar heildsölubanka undir nafninu Singer & Friedlander og viðskiptin blómstruðu. Margir þekktir bankamenn hafa starfað hjá Singer & Friedlander en þeirra þekktastur er án efa George Soros sem síðar varð einn af helstu ofurfjárfestum heimsins og raunar þegar orðin að þjóðsögu í vestrænum fjármálaheimi. Bankinn var skráður á markað árið 1957. Eftir nokkuð langt tímabili af yfirtökum og samrunum öðlaðist bankinn sjálfstæði sitt að nýju árið 1987. Þá var bankinn skráður í kauphöllina í London sem hlutafélag og var það allt til ársins 2005 þegar Kaupþing festi kaup á honum. Fyrir Kaupþing voru kaupin á Singer & Friedlander stærsta útrásarverkefni Kaupþings fram að þeim tíma. Ármann Þorvaldsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Singer & Friedlander og gengdi henni fram að október 2008 þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi bankans í krafti hryðjuverkalöggjafar sinnar. Lánasöfnin sem nú eru til sölu samanstanda m.a. af „einkalánabók" upp á 1,3 milljarða punda eða hátt í 300 milljarða kr. og telur hún um 400 viðskiptavini. Af þessari upphæð fóru 219 milljónir punda í að fjármagna snekkjukaup og 90 milljónir punda í að fjármagna einkaþotur. Auk þess að 425 milljónir punda voru lánuð til fasteignakaupa. Hér er að mestu um að ræða velstæða einstaklinga eða milljóna/milljarðamæringa og er þetta lánasafn talið standa undir fyrrgreindum tölum að mestu. Sjálfir telja Ernst & Young að þessi lán muni ekki rýrna um meir en 2% í framtíðinni. Hinsvegar er um að ræða fyrirtækjalánabók sem er nokkuð minni að vöxtum eða upp á 824 milljónir punda., eða tæplega 200 milljarða kr. Þar af voru 16 milljónir punda lánuð til að fjármagna leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lánasafn er einnig talið traust, þó ekki eins og einkalánin en Ernst & Young reikna með að rýrnunin verði um eða undir 5% hvað þessi lán varðar. Heimildir: Innlendar og erlendar vefsíður, einkum viðskiptafjölmiðla sem og wikipedia.org
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira