Erfiðara að viðhalda kröfum Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. október 2010 06:00 Eftir ríkisstjórnarfund Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svöruðu spurningum fjölmiðlafólks að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í gær. Fréttablaðið/GVA Skuldir einstaklinga fyrnast tveimur árum eftir gjaldþrot í stað fjögurra áður, samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin tók fyrir á fundi sínum í gær. „Með þessu verða þeir sem fara í gjaldþrot ekki eltir út yfir gröf og dauða. Málið fer væntanlega fyrir þingið í vikunni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfundinn. Fyrir svörum sat einnig Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Enn verður þó til farvegur í gegnum dómstóla til að viðhalda kröfum, að sögn Steingríms, séu til þess réttmætar ástæður. „Það er ekki ástæða til þess að skaðabætur, sektir eða annað sem menn hafa verið dæmdir í fyrnist,“ sagði hann. Farvegur til þess að endurnýja og viðhalda kröfum yrði hins vegar þrengdur til muna og sýna yrði fram á það fyrir dómi að slíkar aðgerðir þjónuðu tilgangi og líkur væru á að eitthvað hefðist upp í kröfuna. Jóhanna sagði fleiri mál sem sneru að „bráðavanda“ heimilanna hafa verið rædd í ríkisstjórn í gær. Búast mætti við að frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán yrði lagt fyrir ríkisstjórnina á föstudag, sem og svonefnt „lyklafrumvarp“. Vegna skaðabótaábyrgða yrði ekki hægt að láta ákvæði lyklafrumvarpsins vera afturvirkt. Eins sagði Jóhanna verið að skoða stöðu ábyrgðarmanna, en líkt og með lyklafrumvarpið þyrfti að ná samningum við lánastofnanir um hvernig farið yrði með mál þeirra. Steingrímur sagði æskilegast að samkomulagi yrði náð um stöðu ábyrgðarmanna, enda væri mál þeirra mjög snúið. „Sú hugmynd hefur verið rædd að ábyrgð og lánsveð sæti sambærilegri niðurfærslu í skuldaendurskipulagningu og aðrar kröfur. Krafan lækki hlutfallslega í samræmi við niðurfærslu skuldarinnar, en standi að öðru leyti.“ Eins segir hann hafa verið rætt að ekki verði gengið að ábyrgðarmönnum umfram greiðslugetu. „En það þarf samkomulag til, því það er alveg ljóst að stjórnarskráin ver þetta ígildi eignarréttar sem þarna er á ferð, alveg eins og annað.“ Steingrímur og Jóhanna áréttuðu bæði mikilvægi þess að mynd úrlausna fyrir bæði fólk og fyrirtæki í greiðsluvanda skýrðist sem fyrst. Frumvörp væru á mismunandi stigum og vonandi styttist í samkomulag við fjármálafyrirtækin um aðgerðapakka fyrir fyrirtæki. „En það er eitt sem er mikilvægt og vert að halda til haga,“ sagði Steingrímur. „Það þarf enginn að fresta því að fara í úrvinnslu sinna mála, standi honum til boða úrræði í dag, vegna þess að það verður aldrei neinn betri réttur af fólki tekinn. Þannig er eðli allra þessara aðgerða.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skuldir einstaklinga fyrnast tveimur árum eftir gjaldþrot í stað fjögurra áður, samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin tók fyrir á fundi sínum í gær. „Með þessu verða þeir sem fara í gjaldþrot ekki eltir út yfir gröf og dauða. Málið fer væntanlega fyrir þingið í vikunni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfundinn. Fyrir svörum sat einnig Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Enn verður þó til farvegur í gegnum dómstóla til að viðhalda kröfum, að sögn Steingríms, séu til þess réttmætar ástæður. „Það er ekki ástæða til þess að skaðabætur, sektir eða annað sem menn hafa verið dæmdir í fyrnist,“ sagði hann. Farvegur til þess að endurnýja og viðhalda kröfum yrði hins vegar þrengdur til muna og sýna yrði fram á það fyrir dómi að slíkar aðgerðir þjónuðu tilgangi og líkur væru á að eitthvað hefðist upp í kröfuna. Jóhanna sagði fleiri mál sem sneru að „bráðavanda“ heimilanna hafa verið rædd í ríkisstjórn í gær. Búast mætti við að frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán yrði lagt fyrir ríkisstjórnina á föstudag, sem og svonefnt „lyklafrumvarp“. Vegna skaðabótaábyrgða yrði ekki hægt að láta ákvæði lyklafrumvarpsins vera afturvirkt. Eins sagði Jóhanna verið að skoða stöðu ábyrgðarmanna, en líkt og með lyklafrumvarpið þyrfti að ná samningum við lánastofnanir um hvernig farið yrði með mál þeirra. Steingrímur sagði æskilegast að samkomulagi yrði náð um stöðu ábyrgðarmanna, enda væri mál þeirra mjög snúið. „Sú hugmynd hefur verið rædd að ábyrgð og lánsveð sæti sambærilegri niðurfærslu í skuldaendurskipulagningu og aðrar kröfur. Krafan lækki hlutfallslega í samræmi við niðurfærslu skuldarinnar, en standi að öðru leyti.“ Eins segir hann hafa verið rætt að ekki verði gengið að ábyrgðarmönnum umfram greiðslugetu. „En það þarf samkomulag til, því það er alveg ljóst að stjórnarskráin ver þetta ígildi eignarréttar sem þarna er á ferð, alveg eins og annað.“ Steingrímur og Jóhanna áréttuðu bæði mikilvægi þess að mynd úrlausna fyrir bæði fólk og fyrirtæki í greiðsluvanda skýrðist sem fyrst. Frumvörp væru á mismunandi stigum og vonandi styttist í samkomulag við fjármálafyrirtækin um aðgerðapakka fyrir fyrirtæki. „En það er eitt sem er mikilvægt og vert að halda til haga,“ sagði Steingrímur. „Það þarf enginn að fresta því að fara í úrvinnslu sinna mála, standi honum til boða úrræði í dag, vegna þess að það verður aldrei neinn betri réttur af fólki tekinn. Þannig er eðli allra þessara aðgerða.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira