Viðskipti innlent

Rannsókn FME brátt til sérstaks saksóknara

Kæra vegna stórfelldra sýndarviðskipta og markaðsmisnotkunnar gamla Glitnis er í undirbúningi hjá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld.

Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að Fjármálaeftirliti væri þegar búið að senda rannsókn sína á Landsbankanum til sérstaks saksóknara.

Sérstakur saksóknari rannsakar nú þegar svipað mál vegna Kaupþings, meðal annars voru fyrrverandi stjórnendur bankans úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sínum tíma.

Gamli Glitnir er líka til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu vegna samskonar markaðismisnotkunnar helstu stjórnenda og eigenda síðustu mánuðina og misserin fyrir hrun. Kæra til sérstaks saksóknara vegna Glitnis er í smíðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×