Viðskipti innlent

Endurgerð kvikmyndar eftir Mýrinni komin í biðstöðu

Endurgerð kvikmyndar eftir Mýrinni í Bandaríkjunum er komin í biðstöðu og óljóst hvort af henni verði. Þetta er sökum fjárhagsvandræða kvikmyndaframleiðendans Overture sem er eitt af dótturfélögum Liberty Media.

Fjallað er um málið í Hollywood Reporter en þar segir að Overture hafi gefið til kynna í síðustu viku að nokkur af verkefnum þeirra væru komin í biðstöðu. Þar á meðal þrjár myndir sem þegar var byrjað að ráða leikara að og er Mýrin, eða Jar City, í þeim hópi.

Kvikmyndum Overture á síðasta ári gekk ekki vel í miðasölunni og því er Liberty nú að skoða fjárhag framleiðandans með endurskipulaginu hans í huga. Á meðan hefur öll starfsemi Overture verið sett í í biðstöðu í a.m.k 90 daga.

Mýrin, gerð eftir skáldsögu Arnalds Indriðasonar, var frumsýnd hérlendis í árslok 2006. Hún var á sínum tíma aðsóknarmest íslenska kvikmynd sögunnar. Þar að auki hefur hún unnið til fjölda erlendra verðlauna.

Leikstjóri Mýrinnar, Baltasar Kormákur, seldi réttinn á endurgerð Mýrarinnar til Overtures framleiðandans í fyrra haust. Þá kom fram að Baltasar myndi taka þátt í framleiðslu myndarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×