Viðskipti innlent

Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu

Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun.

Unnið hefur verið að endurfjármögnun sparisjóðakerfisins á Íslandi síðustu misserin og var sú vinna sögð á lokastigi varðandi Byr og SPKEF.

Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands er meðal annars vikið að endurreisninni.

Þar kom fram að samkomulag hafi náðst um endurfjármögnun átta smærri sparisjóða sem bíði staðfestingar stjórna þeirra og Fjármálaeftirlitsins. Þá sagði að viðræður við kröfuhafa Sparisjóðsins í Keflavík og Byrs um nauðsynlega niðurfærslu á stofnfé sjóðanna og eigin fé væru á lokastigi og átti verkefni að ljúka í næsta mánuði.

Nú hefur hins vegar verið farið fram á að ríkið yfirtaki sjóðina báða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×