Handbolti

Fúsi sló í gegn hjá Emsdetten - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Sigfús Sigurðsson var aðalmaðurinn þegar að Emsdetten vann óvæntan en góðan sigur á toppliði Minden í þýsku B-deildinni í handbolta um helgina.

Á þessu myndbandi má sjá samantekt og viðtöl úr leiknum en rætt er við bæði Sigfús sjálfan sem og Patrek Jóhannesson, þjálfara liðsins.

Hreiðar Levý Guðmundsson og Fannar Þór Friðgeirsson leika einnig með liðinu en sá síðarnefndi er nú frá vegna meiðsla.

„Þetta getur ekki verið betra," sagði Sigfús í myndbandinu. „Ég hef ekki skemmt mér svona vel í 1-2 ár. Mér leið eins og tólf ára gutta í boltaleik með vinunum."

Sigfús skoraði eitt mark í leiknum sem má sjá þegar 5:20 mínútur eru liðnar af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×