Viðskipti innlent

Hafnaði 48,5 milljarða kröfu Landsbankans sem forgangskröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Landsbanka Íslands hf., um að krafa hans, alls að fjárhæð 48.5 milljarðar kr., verði viðurkennd sem forgangskrafa í bú Straums - Burðaráss.

Um varð að ræða peningamarkaðsinnlán sem Landsbankinn taldi að ætti að njóta forgangs í búið eins og önnur innlán. Straumur aftur á móti taldi innlánið vera skammtímalán frá annari fjármálastofnun.

„Að áliti dómsins þykir ljóst að umrædd skjöl, sem gefin eru út af sóknaraðila (Landsbankinn), fela það í sér að sóknaraðili hafi veitt varnaraðila (Straumi) skammtímalán, svokallað peningamarkaðslán, og hafi varnaraðili með undirritun sinni bæði samþykkt upphæð lánsins og skilmála þess," segir í dóminum.

„Þykir ekkert benda til þess að um innlán hafi verið að ræða sem sóknaraðili hafi ætlað til ávöxtunar hjá varnaraðila, og er þá sérstaklega til þess horft að varnaraðili gaf aldrei út skilríki til sóknaraðila um að greiðslan væri innlán. Hlýtur það þó að standa varnaraðila nær að gefa slíkt út, fremur en sóknaraðila, enda er varnaraðili í þeim tilvikum vörslumaður og ábyrgðarmaður fjárins og sá sem tekur að sér að annast ávöxtun þess."

Þá dæmdi Hérðasdómur að Landsbankinn greiði Straumi 600.000 krónur í málskostnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×