Viðskipti innlent

Vandræði hjá 5.000 fyrirtækjum í Landsbankanum

Gissur Sigurðsson skrifar
Landsbankinn telur að 15 til 20 prósent einstaklinga, sem eru í viðskiptum við bankann, séu í verulegum vanda
Landsbankinn telur að 15 til 20 prósent einstaklinga, sem eru í viðskiptum við bankann, séu í verulegum vanda
Fimm þúsund fyrirtæki, sem eru í viðskiptum við Landsbankann, eiga í vandræðum vegna banka- og gengiskreppu, segir í afkomutilkynningu bankans. Þar af eru mörg í alvarlegulm vanda.

Þetta eru um 70 prósent allra fyrirtækja, sem eiga í viðskiptum við bankann, en þau eru sjö þúsund. Af þessum fimm þúsund fyrirtækjum, telur bankinn að um helmingur, eða 2,500 fyrirtæki, eigi í verulegum vandræðum, en ekki er útskýrt nánar hvað það þýðir, til dæmis hvort þau séu ekki taliln eiga sér viðreysnar von.

Þá telur bankinn að 15 til 20 prósent einstaklinga, sem eru í viðskiptum við bankann, séu í verulegum vanda. Þetta er staðan eftir að sjö þúsund einstaklingar af þeim tíu þúsund, sem eru með íbúðalán hjá bankanum, hafa nýtt sér einhver greiðsluúrræði bankans.

Sambærilegar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá hinum bönkunum í svona samþjöppuðu formi, en þar er unnið að sambærilegri greiningu, samkvæmt upplýsingum frá þeim í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×