Viðskipti innlent

Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

Slitastjórnin og skilanefnd hafa stefnt þremenningunum, ásamt þremur öðrum starfsmönnum Glitnis. Jón Ásgeir og Pálmi eru sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína, sem aðaleigendur bankans, til að hagnast persónulega. Lárus er sakaður um að hafa framkvæmt gerningana.

Slitastjórn og skilanefnd Glitnis banka segja að þegar upp hafi komið grunur um refsiverða háttsemi hafi það undantekningalaust verið tilkynnt til sérstaks sakskóknara. Komið hafi verið upp föstu verklagi við afgreiðslu slíkra mála til að tryggja hraða og örugga afgreiðslu og hafi Glitnir í þeim efnum átt samstarf við Embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×