Viðskipti innlent

Stjórnendur telja aðstæður slæmar en vonast eftir bata

Fjórðungur svarenda telur að aðstæður verði betri eftir sex mánuði, sama hlutfall að þær verði verri en helmingur telur að þær verði óbreyttar.
Fjórðungur svarenda telur að aðstæður verði betri eftir sex mánuði, sama hlutfall að þær verði verri en helmingur telur að þær verði óbreyttar.
Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar að mati 86% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins, 2% telja þær góðar en 12% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar.

Þetta er meðal niðurstaðna ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í febrúar og mars 2010. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins.

Fjórðungur svarenda telur að aðstæður verði betri eftir sex mánuði, sama hlutfall að þær verði verri en helmingur telur að þær verði óbreyttar. Meiri bjartsýni ríkir um það hvernig aðstæður í atvinnulífinu verða eftir 12 mánuði.

Rúmur helmingur telur að aðstæður verði betri eftir ár, tæplega 20% að þær verði verri en rúmur fjórðungur að þær verði óbreyttar.Tæplega fjórðungur fyrirtækja hyggst fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, 14% hyggst fjölga starfsmönnum en 62% þeirra býst við óbreyttum starfsmannafjölda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×