Viðskipti innlent

PwC stendur við áritun sína á reikningsskil Glitnis

Í yfirlýsingu frá PricewaterhouseCoopers hf. (PwC) vegna frétta um stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York segir:

„Í tilefni af stefnu Slitastjórnar og Skilanefndar Glitnis banka hf á hendur tilteknum aðilum, og umfjöllun um PricewaterhouseCoopers hf í því samhengi, viljum við árétta að áritanir sem vitnað er til byggðust á framlögðum gögnum og þeim upplýsingum sem PricewaterhouseCoopers hf hafði aðgang að á þeim tíma.

PricewaterhouseCoopers hf stendur við áritun sína á reikningsskil Glitnis banka hf og aðrar staðfestingar sem unnar voru vegna bankans."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×