Viðskipti innlent

Alþjóðadagur neytendaréttar á morgun

Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn á morgun og vekja Neytendasamtökin athygli á nokkrum báráttumálum í tilefni þess. Vilja samtökin að komið verði upp raunhæfum neysluviðmiðum hér á landi, þar sem tekið sé mið af eðlilegri neyslu en ekki sultarneyslu eins og nú sé gert.

Þá vilja neytendasamtökin að lánveitendum verði gert skylt að framkvæma greiðslumat vegna lánveitinga. Ef það sé ekki framkvæmt á fullnægjandi hátt beri lánveitandi fulla ábyrgð verði greiðslufall hjá lántakenda.

Samtökin minna ennfremur á að hér á landi vanti lög um hópmálsókn. Að lokum vilja neytendasamtökin að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna svokallaðra sms-lána.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×