Sprotafyrirtæki: Bankar sýna lítinn áhuga 14. mars 2010 18:29 Bankar sýna sprotafyrirtækjum lítinn áhuga og stuðningur hins opinbera er of takmarkaður að mati þeirra sem starfa við uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Frumkvöðlastarfsemi hefur þó sprungið út eftir að kreppan skall á og ásókn í styrki margfaldast. Margir horfa til sprotafyrirtækja og nýsköpunar þegar kemur uppbyggingu hagkerfisins eftir bankahrun. Gríðarlega mikil þekking leystist úr læðingi þegar bankarnir hrundu og nú hefur þessi þekking fundið sér farveg í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Ásókn í styrki til handa sprotafyrirtækjum hefur margfaldast og til að mynda voru þrefalt fleiri umsóknir sendar Tækniþróunarsjóði á síðasta ári miðað við árið þar á undan en sjóðurinn opnaði í fyrra á fjóra nýja styrktarflokka. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í nýsköpunarfyrirtækjum fyrir þrettán hundruð milljónir á síðasta ári. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir að kreppan hafi opnað á nýja möguleika. „Það má nú segja að það er ýmislegt jákvætt við kreppuna. Meðal annars að gengið er núna er miklu hagstæðara en áður," segir Finnbogi. Finnbogi telur að möguleikarnir séu miklir hér á landi og horfir meðal annars á fyrirtæki í upplýsinga og heilsutækni sem og í sjávarútvegi. „Okkar sterku hliðar eru þarna í heilsuþætti, í ferðaþjónustu að mínu mati, ég held að það séu gríðarlegir möguleikar þar á næstu árum." Vandamálið er eftir sem áður fjármögnun verkefna. „Það sem við heyrum frá okkar fyrirtækjum og er vandamál að bankarnir eru ekki nógu opnir. það er furðulegt vegna þess að þetta skiptir sköpum á næstu árum að við reynum að efla starfssemi nýrra fyrirækja og þar skiptir lánastarfsmei gríðarlegu máli að bankarnir komi þar að málum," segir Finnbogi. Hjá frumkvöðlasetrinu Innovit hafa menn velt fyrir sér hugmyndum hvernig opna megi fyrir frekari fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. „Ef við tökum bara land eins og Ísrael sem dæmi þá hafa þeir verið að fara þá leið að ef að einkaðili er reiðubúinn að setja fjármagn inn í einhverja hugmynd þá komi hinn opinberi með fjármagn á móti," segir Kristján Freyr Kristjánsson verkefnastjóri hjá Innovit. Lög sem kveða á um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum voru nýlega samþykkt á Alþingi. Íris Krístín Andrésdóttir, hjá leikjafyrirtækinu gogo-gic, segir að meira þurfi að koma til. „Það hefði mátt ganga lengra. Sérstaklega til að styðja við fyrirtæki sem eru að byrja starfsemi sína. Þetta miðast svolítið að því að fyrirtæki séu komin í svolítinn rekstur, að það sé búið að reka fyrirtæki í 2 til 3 ár og þau farin að verða svolítið stöðug." Þátttaka í frumkvöðlakeppni Innovit - Gullegginu - var óvenju góð í ár. Tæplega þrjú hundruð hugmyndir bárust en í fyrra voru þær 120. Kristján segir að framtíðin sé björt. „Þannig að við vonum að þetta haldi áfram að vaxa og verða stærra og betra í framtíðinni og verði hérna einvher fleiri góð og öflug störf hérna á Íslandi náinni framtíð." Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Bankar sýna sprotafyrirtækjum lítinn áhuga og stuðningur hins opinbera er of takmarkaður að mati þeirra sem starfa við uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Frumkvöðlastarfsemi hefur þó sprungið út eftir að kreppan skall á og ásókn í styrki margfaldast. Margir horfa til sprotafyrirtækja og nýsköpunar þegar kemur uppbyggingu hagkerfisins eftir bankahrun. Gríðarlega mikil þekking leystist úr læðingi þegar bankarnir hrundu og nú hefur þessi þekking fundið sér farveg í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Ásókn í styrki til handa sprotafyrirtækjum hefur margfaldast og til að mynda voru þrefalt fleiri umsóknir sendar Tækniþróunarsjóði á síðasta ári miðað við árið þar á undan en sjóðurinn opnaði í fyrra á fjóra nýja styrktarflokka. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í nýsköpunarfyrirtækjum fyrir þrettán hundruð milljónir á síðasta ári. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir að kreppan hafi opnað á nýja möguleika. „Það má nú segja að það er ýmislegt jákvætt við kreppuna. Meðal annars að gengið er núna er miklu hagstæðara en áður," segir Finnbogi. Finnbogi telur að möguleikarnir séu miklir hér á landi og horfir meðal annars á fyrirtæki í upplýsinga og heilsutækni sem og í sjávarútvegi. „Okkar sterku hliðar eru þarna í heilsuþætti, í ferðaþjónustu að mínu mati, ég held að það séu gríðarlegir möguleikar þar á næstu árum." Vandamálið er eftir sem áður fjármögnun verkefna. „Það sem við heyrum frá okkar fyrirtækjum og er vandamál að bankarnir eru ekki nógu opnir. það er furðulegt vegna þess að þetta skiptir sköpum á næstu árum að við reynum að efla starfssemi nýrra fyrirækja og þar skiptir lánastarfsmei gríðarlegu máli að bankarnir komi þar að málum," segir Finnbogi. Hjá frumkvöðlasetrinu Innovit hafa menn velt fyrir sér hugmyndum hvernig opna megi fyrir frekari fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. „Ef við tökum bara land eins og Ísrael sem dæmi þá hafa þeir verið að fara þá leið að ef að einkaðili er reiðubúinn að setja fjármagn inn í einhverja hugmynd þá komi hinn opinberi með fjármagn á móti," segir Kristján Freyr Kristjánsson verkefnastjóri hjá Innovit. Lög sem kveða á um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum voru nýlega samþykkt á Alþingi. Íris Krístín Andrésdóttir, hjá leikjafyrirtækinu gogo-gic, segir að meira þurfi að koma til. „Það hefði mátt ganga lengra. Sérstaklega til að styðja við fyrirtæki sem eru að byrja starfsemi sína. Þetta miðast svolítið að því að fyrirtæki séu komin í svolítinn rekstur, að það sé búið að reka fyrirtæki í 2 til 3 ár og þau farin að verða svolítið stöðug." Þátttaka í frumkvöðlakeppni Innovit - Gullegginu - var óvenju góð í ár. Tæplega þrjú hundruð hugmyndir bárust en í fyrra voru þær 120. Kristján segir að framtíðin sé björt. „Þannig að við vonum að þetta haldi áfram að vaxa og verða stærra og betra í framtíðinni og verði hérna einvher fleiri góð og öflug störf hérna á Íslandi náinni framtíð."
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira