Metfjöldi: Yfir 1.100 manns á Microsoft ráðstefnu 28. janúar 2010 14:02 Metfjöldi sótti ráðstefnuna „Best of TechEd & Convergence 2010" sem haldin var í Reykjavík dagana 26. og 27. janúar. Alls komu 1.134 gestir sem gerir þetta að fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í upplýsingatækni hér á landi. Fyrra metið var sett á sömu ráðstefnu á síðasta ári en þá voru gestir 850 talsins.Í tilkynningu segir að það var Microsoft Íslandi sem stóð fyrir Best of TechEd & Convergence, en þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Blásið var til ráðstefnunnar í fyrsta sinn í janúar á síðasta ári í kjölfar þess að símenntunarferðir íslenskra starfsmanna í upplýsingatæknigeiranum á ráðstefnur erlendis lögðust svo til af í kjölfar banka- og gengishrunsins árið 2008.Á Best of TechEd & Convergence flytur Microsoft Íslandi hingað til lands marga af helstu fyrirlesurunum á tveimur stórum alþjóðlegum ráðstefnum, annars vegar hinni bandarísku TechEd og hins vegar Convergence, sem haldin er í Evrópu. Íslenskum tækniáhugamönnum er boðið að sækja viðburðinn sér að kostnaðarlausu, svo allir sem vilja geti kynnt sér það nýjasta í tækninni óháð fjárhag. Við skipulag ráðstefnunnar í ár vakti athygli að nokkur fjöldi erlendra gesta ferðaðist til landsins til að taka þátt í ráðstefnunni, enda veitir viðburðurinn hér á landi einstakt tækifæri til að fá beint í æð það besta frá tveimur ólíkum alþjóðlegum upplýsingatækniráðstefnum.Á ráðstefnunni voru kynntar margar af helstu hugbúnaðarlausnum Microsoft og var til að mynda sýnd í fyrsta sinn íslensk þýðing á stýrikerfinu Windows 7, viðskiptakerfið Microsoft Dynamics C5 2010 var frumsýnt, fjallað um nýjasta netþjón Microsoft, Windows Server 2008 R2, og svo mætti lengi telja.Nýjasta tækni var jafnframt nýtt við framkvæmd ráðstefnunnar og má til að mynda nefna að skráningarkerfi hennar er íslensk hönnun sem keyrir á tölvuskýinu Windows Azure. Jafnframt voru samfélagsmiðlar nýttir til hins ítrasta á ráðstefnunni og m.a. settur upp Twitter-veggur í fyrsta sinn á ráðstefnu hér á landi. Hann var notaður til samskipta milli ráðstefnugesta og til að beina fyrirspurnum til pallborðs við lok ráðstefnunnar.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að í ljósi þess hve vel Best of TechEd & Convergence hafi verið sótt sé búið að ákveða að halda ráðstefnuna aftur að ári liðnu. Hún sé greinilega orðinn mikilvægur þáttur í símenntun íslensks upplýsingatæknifólks og á meðan erfitt sé að sækja þekkingu með ferðalögum til útlanda verði að halda viðburði sem þessa reglulega hér á landi.„Ef við höldum rétt á spilunum geta nýsköpun og upplýsingatækni ekki bara hjálpað okkur að auka hagræði í öllum okkar rekstri, heldur einnig orðið einn mikilvægasti þátturinn í verðmætasköpun Íslendinga á komandi árum. Ég skynja verulega uppsveiflu í íslenskri upplýsingatækni síðustu mánuðina og vona að þessi viðburður hjálpi til við að halda okkar tæknifólki í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Móttökurnar hafa að minnsta kosti verið framar okkar vonum og ég tel að við séum búin að stimpla Best of TechEd & Convergence inn sem lykilviðburð í íslenskri upplýsingatækni," segir Halldór Jörgensson. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Metfjöldi sótti ráðstefnuna „Best of TechEd & Convergence 2010" sem haldin var í Reykjavík dagana 26. og 27. janúar. Alls komu 1.134 gestir sem gerir þetta að fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í upplýsingatækni hér á landi. Fyrra metið var sett á sömu ráðstefnu á síðasta ári en þá voru gestir 850 talsins.Í tilkynningu segir að það var Microsoft Íslandi sem stóð fyrir Best of TechEd & Convergence, en þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Blásið var til ráðstefnunnar í fyrsta sinn í janúar á síðasta ári í kjölfar þess að símenntunarferðir íslenskra starfsmanna í upplýsingatæknigeiranum á ráðstefnur erlendis lögðust svo til af í kjölfar banka- og gengishrunsins árið 2008.Á Best of TechEd & Convergence flytur Microsoft Íslandi hingað til lands marga af helstu fyrirlesurunum á tveimur stórum alþjóðlegum ráðstefnum, annars vegar hinni bandarísku TechEd og hins vegar Convergence, sem haldin er í Evrópu. Íslenskum tækniáhugamönnum er boðið að sækja viðburðinn sér að kostnaðarlausu, svo allir sem vilja geti kynnt sér það nýjasta í tækninni óháð fjárhag. Við skipulag ráðstefnunnar í ár vakti athygli að nokkur fjöldi erlendra gesta ferðaðist til landsins til að taka þátt í ráðstefnunni, enda veitir viðburðurinn hér á landi einstakt tækifæri til að fá beint í æð það besta frá tveimur ólíkum alþjóðlegum upplýsingatækniráðstefnum.Á ráðstefnunni voru kynntar margar af helstu hugbúnaðarlausnum Microsoft og var til að mynda sýnd í fyrsta sinn íslensk þýðing á stýrikerfinu Windows 7, viðskiptakerfið Microsoft Dynamics C5 2010 var frumsýnt, fjallað um nýjasta netþjón Microsoft, Windows Server 2008 R2, og svo mætti lengi telja.Nýjasta tækni var jafnframt nýtt við framkvæmd ráðstefnunnar og má til að mynda nefna að skráningarkerfi hennar er íslensk hönnun sem keyrir á tölvuskýinu Windows Azure. Jafnframt voru samfélagsmiðlar nýttir til hins ítrasta á ráðstefnunni og m.a. settur upp Twitter-veggur í fyrsta sinn á ráðstefnu hér á landi. Hann var notaður til samskipta milli ráðstefnugesta og til að beina fyrirspurnum til pallborðs við lok ráðstefnunnar.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að í ljósi þess hve vel Best of TechEd & Convergence hafi verið sótt sé búið að ákveða að halda ráðstefnuna aftur að ári liðnu. Hún sé greinilega orðinn mikilvægur þáttur í símenntun íslensks upplýsingatæknifólks og á meðan erfitt sé að sækja þekkingu með ferðalögum til útlanda verði að halda viðburði sem þessa reglulega hér á landi.„Ef við höldum rétt á spilunum geta nýsköpun og upplýsingatækni ekki bara hjálpað okkur að auka hagræði í öllum okkar rekstri, heldur einnig orðið einn mikilvægasti þátturinn í verðmætasköpun Íslendinga á komandi árum. Ég skynja verulega uppsveiflu í íslenskri upplýsingatækni síðustu mánuðina og vona að þessi viðburður hjálpi til við að halda okkar tæknifólki í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Móttökurnar hafa að minnsta kosti verið framar okkar vonum og ég tel að við séum búin að stimpla Best of TechEd & Convergence inn sem lykilviðburð í íslenskri upplýsingatækni," segir Halldór Jörgensson.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira